fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Eyjan
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem aðgreinir smásölu frá t.d. fjármálageiranum er hraðinn sem er í smásölunni og svo nálægðin við viðskiptavininn. Hægt er að taka ákvarðanir hratt á meðan mikið reglugerðarfargan ræður ríkjum í bankageiranum. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, á að baki reynslu í bæði upplýsingatækni og bankageiranum. Hún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Gréta María - 6
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gréta María - 6

„Í rauninni, eftir að ég útskrifaðist úr háskóla þá byrja ég að vinna í IT-geiranum sem hefur hjálpað mér gríðarlega mikið. Að vera tæknilega svona nokkuð sterkur skiptir svo miklu máli líka bara upp á þessa skilvirknishluti í búðinni. Já, hvernig maður getur nýtt tæknina til þess að fækka handtökum. Ég byrja að vinna þar og síðan fer ég í bankageirann og er þar alveg bara frá 2006 til 2016.

Já, þú hefur lifað tímar af tvenna þar.

Já, já, var inni þegar að allt, þarna allt hrundi sem var náttúrulega bara gríðarleg reynsla. Síðan fer ég og er í Arion banka í nokkur ár sem er bara alveg frábært og rosa fín reynsla. Síðan fer ég og verð fjármálastjóri Festi áður en ég tek við Krónunni.“

Þá var Krónan undir Festi?

„Já, það verður til þarna nýtt félag Festi sem var verið að búa til, sem N1 kaupir svo. Öll þessi svona reynsla, bæði fjármálareynslan, IT-reynslan, auðvitað hjálpar þetta manni gríðarlega þegar maður er að byggja upp og gera eitthvað nýtt. Það er það sem manni finnst skemmtilegt. Það er ekkert oft sem þú færð tækifæri að koma að því að byggja upp nýtt vörumerki alveg frá grunni á Íslandi. Þó að mörgum einhvern veginn finnist alltaf hafa verið sömu búðir, þá er fullt af búðum sem að voru til fyrir tuttugu árum sem eru ekki til í dag. Þannig að þó að manni finnist tuttugu ár kannski langur tími þá er það kannski ekki langur tími þegar maður lítur svona til baka. Þá eru hlutirnir rosalega fljótir að breytast. Og margir einhvern veginn hafa ekki trú á því sem eru kannski að vinna í dag að það bara einhver, heyrðu það eru bara þessir tveir risar og þeir bara eiga markaðinn þannig að þetta er ekkert að fara að breytast. En það er nefnilega eins og ég segi, það er svona lúmskt hvað hlutirnir koma aftan að manni og eru fljótir að breytast. Já, já, og ég held að það sýni það eins og hjá okkur að hafa verið ódýrust í eitt ár. Ég held að það hafi ekki margir búist við því.“

Nei, ég held það sé nú bara alveg rétt hjá þér. Þið njótið þess auðvitað að stóru keðjurnar þær mega ekki vera mjög aggressífar vegna þess að þær eru álitnar markaðsráðandi, er það ekki?

„Nei, nei, en við sjáum það líka í hverju uppgjörinu á fætur öðru, þá eru þau að skila hærri framlegð og meiri hagnaði þannig að fólk verður bara að leggja saman tvo og tvo þar, sko. Þannig að ég held að reksturinn þeirra sé bara glimrandi góður.“

Ef þú horfir yfir ferilinn, þú ert búinn að vera í tölvugeiranum, þú ert búin að vera í banka, þú ert búin að vera á svona corporate level og svo ertu náttúrulega búin að vera í smásölunni. Hvað er það sem greinir smásöluna frá öðru? Það eru svo margir sem, þegar þeir fara í smásöluna þá fá þeir einhverja bakteríu sem þeir losna aldrei við.

„Það er miklu meiri hraði. Það er meiri hraði og eins og ég var að lýsa áðan, þú getur tekið ákvarðanir og þú getur bara framkvæmt þær nánast á staðnum. Þannig að það er svo margt svona það er það sem aðgreinir kannski frá eins og fjármálageiranum þar sem er náttúrulega gríðarlegt reglufargan og hlutirnir taka rosa langan tíma og endilega kannski þurfa þess ekki heldur er bara búið að smíða, þessir stóru bankari sem eru einhvers konar módel og við sjáum til dæmis annan banka eins og Indó sem er að koma sem er svona hraður og skemmtilegur og hlutirnir gerast svolítið hraðar. Þar sem er verið að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt eins og í rauninni Prís er að gera. Þannig að það er eitt svona aðgreinir, það er þessi hraði. Síðan er annað líka sem hinir kannski svona geirarnir hafa ekki, það er þessi rosalega nálægð við viðskiptavininn. Þú veist að fá bara eitthvað símtal: Heyrðu, af hverju eru ekki til þessar kaffibaunir? Og þá er bara eitthvað: Heyrðu, ég skal skoða það, kannski getum við gert eitthvað í því eða kannski ekki. Þannig að það er ofsa gaman.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Hide picture