fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Þessi mjóa og vonda Monica í Friends

Eyjan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ólst upp í níunni og tíunni, var fjórtán þegar nýtt árþúsund gekk í garð. Poppmenningin einkenndist af framtíðarþrá og tæknidýrkun í bland við nýja tegund kvíða. Vestanhafs kepptust tónlistarmenn um að marka tímamótin með plötuútgáfu. Willennium með Will Smith, Millennium með Backstreet Boys, Fanmail með TLC. Glansandi og björt framtíð var lent með straumlínulagaða hátækni og möguleikarnir voru endalausir. Ef tæknin var til þá þurfti að nota hana. Tilvist tækninnar ein og sér dugði sem réttlæting. Ef það er hægt, þá gerum við það.

Eftirmálar heroin-chic tískunnar voru áberandi á þessum tíma, sláandi ljósmyndir af fárveikum grindhoruðum poppstjörnum voru frábær leið til að selja blöð. Tilgangurinn helgaði meðalið og brátt höfðu flestir heyrt af átröskunarfaraldri. Fólk benti ásakandi á nærfataherferðir Calvin Klein, sjónvarpsþættina Friends og forsíður Marie Claire. Þetta var allt hinni tággrönnu Monicu í Friends og ofurfyrirsætunni Kate Moss að kenna.

Fyrirsætur voru veikar af hungri og óæskilegir fylgifiskar voru einfaldlega fótósjoppaðir í burtu. Með árunum fór fólk að horfa minna á einstaklinga og meira á tæknina. Gat verið að um væri að kenna tækninni, sem notuð var til að básúna þessum óraunhæfu fegurðarstöðlum? Kate Moss gat loksins andað léttar og líka Monica í Friends.

Í dag hefur staðan breyst að formi til en ekki eðli. Við erum enn þá reið út í tæknina og reiðumst þeim sem nota hana. Í vikunni sem leið fauk þakið af vestrænu samfélagi þegar tískutímaritið Vogue birti auglýsingaherferð þar sem notast var við gervigreindarfyrirsætu.

Aftur benti fólk á tæknina. Fulltrúar hagsmunasamtaka módela, stílista og ljósmyndara voru auðvitað brjálaðir. En fjárfestar voru glaðir. Bæði blaðið og vörumerkið sem hafði notað gervigreindina var á allra vörum.

Samfélagsmiðlar fylltust af prédikunum fólks sem formæltu framtíð sem er fyrir löngu komin. Þeir sem voru fyrstir til að átta sig á því eru fyrir löngu byrjaðir að græða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
29.06.2025

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
28.06.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
26.06.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO
EyjanFastir pennar
25.06.2025

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum