fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Eyjan
Föstudaginn 18. júlí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að læra lögfræði í einkareknum háskóla á Íslandi þar sem önnin kostar fullt af peningum. Ég er ekki að gera athugasemd, raunar mæli ég með. Það er einstaklega hugguleg aðstaða í skólanum og ég get farið á ylströnd í frímínútum. Skólinn er í nánu samstarfi við leiðandi fyrirtæki í landinu og býður upp á nýsköpunarnámskeið undir handleiðslu þaulreyndra meistara og forkólfa úr íslensku atvinnulífi.

Ég hef mikið velt fyrir mér tengingu skólanna við atvinnulífið og óskrifaðar reglur og lögmál í kringum þetta samspil. Í fyrsta lagi virðist tengslanet trompa einkunnir. Það er hvorki nýtt né bundið við Ísland. Í öðru lagi þykir ófínt að gernýta hagsmunatengsl kennara eða leiðbeinenda til að kynda undir viðskipti, að undanskildum sérútgáfum kennara á námsefni. Þessi lína er dönsuð á hverjum degi en þetta er auðvitað falskur dans vegna þess að við vitum að hver einasti þáttur mannlegrar tilvistar er til sölu. Gildi, fagmennska, hlutleysi: Allt er verðmerkt ef þú borgar nóg.

Þess vegna legg ég til að við tökum þessum sannleika fagnandi og gernýtum markaðina sem háskólarnir eru, en með mun markvissari hætti. Hvað ef raftækjaframleiðendur byðu upp á sérútgáfur fyrir handhafa ákveðinnar gráðu. Þú fengir hljómtæki í þessum krómaða lit aðeins ef þú værir með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði. Þvílíkt stöðutákn. Aðeins sálfræðingar geta fengið að kaupa hjólkoppa með gullrönd. Gullröndin táknar mannsandann. Svo má ekki gleyma félagsfræðingareiðhjólunum, lögfræðingaleðurtöskum og öllu hinu draslinu sem við getum notað til að valdefla okkur og segja: Ég á erindi.

Það er nefnilega ómögulegt að nota bara stafræna miðla eins og Tiktok, Facebook eða Linkedin til að sjá hvort að fólk eigi erindi. Síðan er líka þessi fítus á Linkedin sem lætur notanda vita ef einhver hefur skoðað prófíl hjá viðkomandi. Þetta er allt svo óþægilegt. Stöðutengt upplýsingaflæði væri miklu betra með svona útskriftargóssi. Þetta myndi skila sér í auknu gagnsæi í samfélaginu, svo að ég tala nú ekki um hvað þetta væri hagnýtt fyrir starfstéttir sem nota lögvernduð starfsheiti. Ferðast þinn grafíski hönnuður ekki um á eplableikum Yaris? á la poubelle!

Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“