fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki hefur gefið út stutta og aðgengilega skýrslu með samantekt á þeim árangri sem náðist á fyrsta ári átaksins Konur fjárfestum.

Ástæða þess að Arion banki fór af stað með Konur fjárfestum átakið er að enn ríkir ekki jafnræði milli kynja þegar kemur að sparnaði, lífeyriseign eða þátttöku á fjármálamarkaði, eins og segir í tilkynningu frá bankanum.

Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum hjá Arion banka, flytur erindi á Konur fjárfestum viðburði

Í skýrslunni er farið yfir stöðu mála í upphafi árs 2024, helstu áskoranir dregnar fram í dagsljósið og sýnt með tölfræðilegum hætti hvar þarf að spýta í lófana til að jafna stöðuna.

  • Tekjudreifing kynjanna er enn mjög ójöfn
  • Ef ekkert breytist eru 70 ár í að verðbréfaeign kynjanna verði jöfn
  • Aðeins 24% framkvæmdastjóra í íslensku atvinnulífi eru konur
  • Aðeins fjórar konur eru forstjórar skráða félaga í Kauphöll á móti 29 körlum

Sem betur fer hefur þó margt gott gerst á allra síðustu árum. Í skýrslunni setjum við á myndrænan hátt fram yfirlit um þann mælanlega árangur sem við sjáum í tölfræði ársins 2024 yfir okkar viðskiptavini og rekja má til Konur fjárfestum verkefnisins:

  • Sjóðaviðskipti kvenna jukust um 11% á móti 6% hjá körlum
  • Heildareignir kvenna í vörslusöfnum jukust um 8,5% á móti 2,9% hjá körlum
  • Eignir kvenna í áskriftarsjóðum jukust um 19% á móti 7% hjá körlum og eru nú 46% af heildinni
  • 19% fleiri konur keyptu í sjóðum árið 2024 en árið á undan
Áheyrendur á Konur fjárfestum viðburði í Þingvöllum, Borgartúni 19.

Ekki fer á milli mála að stór hópur kvenna í íslensku samfélagi hefur mikinn áhuga á að bæta fjármálalæsi sitt eins og sést á þeirri miklu aðsókn sem fræðsluviðburðirnir okkar úti um allt land hafa fengið, en fleiri en 4.000 konur sóttu Konur fjárfestum viðburði á árinu 2024. Á þeim viðburðum vörpuðum við meðal annars ljósi á fjármál og fjárfestingar, hvernig markaðir virka, hvernig stofna má fyrirtæki og hvernig gerð skattframtals fer fram, auk þess sem við höfum kafað í lífeyrismál og tryggingar.

Við sjáum glögglega að öflugar fræðsluherferðir á borð við Konur fjárfestum gegna lykilhlutverki í að auka fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hvetja þær til dáða. Við vonum að skýrslan kveiki áhuga og svörum glöð öllum fyrirspurnum. Um leið tökum við fram að Konur fjárfestum er langtímaverkefni og við erum því aðeins rétt að byrja.

Hér má nálgast skýrsluna.

Áheyrendur á Konur fjárfestum viðburði í Húsi Máls og menningar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum