fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. júlí 2025 16:42

Lára Björg Björnsdóttir. Mynd: Kristinn Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf. 

Lára Björg var áður aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og aðstoðarmaður ríkisstjórnar hennar sl. sjö ár. Lára Björg hefur í gegnum tíðina starfrækt ráðgjafafyrirtæki á sviði stjórnunar og markaðsmála, unnið á ýmsum fjölmiðlum, í einkageiranum og einnig starfað í utanríkisþjónustunni. Lára Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands.  Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli