fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína: Velkomin til Íslands

Eyjan
Föstudaginn 30. maí 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanræksla stjórnvalda í útlendingamálum hefur skapað jarðveg fyrir útlendingahatur og klofning í samfélaginu. Þetta er heimatilbúinn vandi – á ábyrgð þeirra sem áður héldu um stjórnartaumana – en nú situr ný stjórn uppi með afleiðingarnar.

Íslendingar hafa lengi verið þekktir fyrir gestrisni en það sama verður ekki sagt um íslenska ráðamenn. Þeir léku góðmenni – en voru í raun skúrkar.

Hvað er örlæti?

Örlæti í garð nýrra íbúa útheimtir tíma, þjónustu, aðgengi, samkennd, skilning. Raunverulegt örlæti krefst undirbúnings – ekki vanrækslu. Það er ekki hægt að bjóða það sem maður á ekki til að gefa.

Á undanförnum áratug opnaði Ísland landamæri sín fyrir mikinn fjölda fólks. Út á við virðist það stórmannlegt – af smáþjóð með innan við 400.000 íbúa. En stjórnvöld hunsuðu reynslu nágrannaþjóða og önuðu í blindni í sömu gryfju.

Hvað er gestrisni?

Það vantaði allan undirbúning. Húsnæðismarkaðurinn var ekki tilbúinn, heilbrigðiskerfið veikburða og aðlögun nýrra íbúa algerlega ábótavant. Útlendingar bíða hér í limbói, á meðan grunnstoðir samfélagsins láta undan stórauknu álagi sem fylgir breyttri samfélagsgerð.

Þetta er hvorki örlæti né gestrisni. Þetta er leikaraskapur – fögur orð án innihalds.

Afleiðingarnar eru alvarlegar. Innflytjendur eru að ósekju gerðir að blórabögglum. Samfélagsmiðlar loga af útlendingahatri.

Ríkisrekin sundrung

Fordómarnir sem nú grassera eru því vitanlega afleiðing stefnu eða frekar stefnuleysis. Íslenskir ráðamenn, sem þóttust bjargvættir, gerðu ekkert til að koma í veg fyrir það ástand sem nú hefur skapast. Sýndar góðvild íslenskra ráðamanna hefur klofið samfélagið og grafið undan tækifærum til fjölmenningar og samstöðu. Hvað er til ráða.

Sönn gestrisni krefst aðgerða

Við verðum að byggja upp: húsnæði, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu, vinnumarkað. Við verðum að axla ábyrgð – því gestrisni fylgir ábyrgð.

Það er kominn tími til að rífa leiktjöldin niður, horfast í augu við vandann og endurheimta traust – ekki með loforðum, heldur með aðgerðum.

Hirðuleysið er óafsakanlegt. Við þurfum ekki fleiri orð. Við þurfum viljann til að gera betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar