Ársfundur Samtaka álframleiðenda, Samál, er að hefjast á Hilton Nordica, en sýnt er frá fundinum í beinu streymi sem hefst klukkan 14. Þar mun formaður stjórnar Samál, Hlöðver Hlöðversson, fara yfir síðasta rekstrarár álveranna, en meðal annars mun hann reka tapaðar útflutningstekjur vegna skerðinga á raforku til álveranna, en ætlað er að þessar skerðingar hafi kostað samfélagið um 12 milljarða – jafnvel meira ef horft er til þess hversu marga snertifleti álframleiðsla hefur við samfélagið.
Eins verður fjallað um álframleiðslu á Íslandi í samhengi við framleiðsluna í Evrópu og þau tækifæri sem gætu falist í mörkuðum fyrir varning með lægra kolefnisspori – enda er íslenskt ál með lægsta kolefnisspor í heimi.
Gestur fundarins er Guðmundur Ben Þorsteinsson sem starfar sem starfar fyrir Tesla Rd en hann flytur erindi um ál og orkuskipti. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftlagsráðherra, verður með ávarp sem og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Að ávörpum loknum verða pallborðsumræður en þátttakendur eru:
Umræðum stýrir Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa á Íslandi. Fundarstjóri er Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Hægt er að fylgjast með streyminu hér fyrir neðan eða á vefsíðu Samáls.