fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Eyjan

Bein útsending: Ársfundur Samtaka álframleiðenda

Eyjan
Þriðjudaginn 27. maí 2025 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársfundur Samtaka álframleiðenda, Samál, er að hefjast á Hilton Nordica, en sýnt er frá fundinum í beinu streymi sem hefst klukkan 14. Þar mun formaður stjórnar Samál, Hlöðver Hlöðversson, fara yfir síðasta rekstrarár álveranna, en meðal annars mun hann reka tapaðar útflutningstekjur vegna skerðinga á raforku til álveranna, en ætlað er að þessar skerðingar hafi kostað samfélagið um 12 milljarða – jafnvel meira ef horft er til þess hversu marga snertifleti álframleiðsla hefur við samfélagið.

Eins verður fjallað um álframleiðslu á Íslandi í samhengi við framleiðsluna í Evrópu og þau tækifæri sem gætu falist í mörkuðum fyrir varning með lægra kolefnisspori – enda er íslenskt ál með lægsta kolefnisspor í heimi.

Gestur fundarins er Guðmundur Ben Þorsteinsson sem starfar sem starfar fyrir Tesla Rd en hann flytur erindi um ál og orkuskipti. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftlagsráðherra, verður með ávarp sem og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Að ávörpum loknum verða pallborðsumræður en þátttakendur eru:

  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri steypuskála Fjarðaráls
  • Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra
  • Guðmundur Ben Þorsteinsson, HOP lead hjá Tesla Rd.

Umræðum stýrir Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa á Íslandi. Fundarstjóri er Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Við gerum betur: Hlöðvar Hlöðversson, formaður stjórnar Samáls og framkvæmdastjóri fjárfestinga Alcoa Fjarðaráls
  • Álið, Ísland og Evrópa: Guðríður Eldey Arnardóttir, framkvæmdastjóri Samáls
  • Álið og orkuskipti: Guðmundur Ben Þorsteinsson, Human & Organizational Performance Lead hjá Tesla Rd.
  • Ávarp umhverfis, orku- og loftlagsráðherra
  • Ávarp atvinnuvegaráðherra
  • Samtal um ál – pallborðsumræður

Hægt er að fylgjast með streyminu hér fyrir neðan eða á vefsíðu Samáls.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að fatta fattið

Steinunn Ólína skrifar: Að fatta fattið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV