fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Eyjan

Katrín hleður í annað námskeið – Tekur nú metsölubækur fyrir

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. maí 2025 13:36

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Olga Björt Þórðardóttir/EHÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands, og fyrrum forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar, hélt glæpasagnanámskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í mars. 

Námskeiðið mæltist vel fyrir og var fullt hús nemenda sem voru afar áhugasamir og fróðir um námsefnið.

Sjá einnig: Katrín heldur glæpasagnanámskeið

Endurmenntun auglýsir nú annað námskeið með Katrínu, Íslenskar metsölubækur í 50 ár, sem haldið verður í fimm skipti frá 30. október til 27. Nóvember.

Í námskeiðslýsingu er spurt Hvenær fóru Íslendingar að fjalla um metsölubækur og birta metsölulista? Og hvaða bækur hafa ratað á þá lista?

Á þessu námskeiði verður fjallað um sögu metsölubókarinnar og fimm metsölubækur frá ólíkum tímum lesnar og bornar saman.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Markaðssetningu og vinsældir bóka.
  • Þróun skáldskapar frá áttunda áratug 20. aldar fram til okkar tíma og samhengi hans við samfélagsþróun.
  • Ólíka strauma í vinsældum bóka.

Ávinningur nemenda mun verða aukinn skilningur á bókmenntasögu, aukinn skilningur á markaðssetningu bóka og hvað skapar vinsældir þeirra og djúplestur á ólíkum skáldsögum.

Námskeiðið er fyrir öll sem eru áhugasöm um samfélag og skáldskap og langar að skilja hvort tveggja betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“
Eyjan
Í gær

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK