fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Eyjan

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%

Eyjan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 7,50%. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

„Verðbólga var 4,2% í apríl og hefur minnkað töluvert frá því sem hún var mest fyrir tveimur árum. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans mun hún haldast nálægt 4% út árið en taka síðan að hjaðna í markmið. Óvissa um verðbólguhorfur er þó áfram mikil, ekki síst vegna nýlegra vendinga í alþjóðlegum efnahagsmálum,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Þá er bent á að hægt hafi á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hafi því minnkað jafnt og þétt eins og sjá megi á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði.

„Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum sem endurspeglast m.a. í nýbirtum kortaveltutölum. Þá mælist töluverð hækkun launakostnaðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað eru þær áfram yfir markmiði.“

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir enn fremur að þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri sé verðbólguþrýstingur enn til staðar.

„Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?