fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“

Eyjan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 12:31

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, segir að stjórnarandstaðan hafi sýnt sitt rétta andlit í gær. Þar fóru fram umræður um frumvarp um leigubílaakstur, en frumvarpinu er ætlað að koma aftur á stöðvaskyldu og auka öryggi farþega. Eyjólfur Ármansson, innviðaráðherra, fór með flutningsræðu frumvarpsins klukkan 14:27 í gær. Þegar þingfundi var slitið rétt fyrir miðnætti í gær var umræðunni ekki lokið og heldur hún því áfram í dag.

Ragnar Þór skrifar:

„Stjórnarandstaðan sýndi sitt rétta andlit í gær þegar hún eyddi tæplega 10 klukkutímum í að ræða (lesist tefja) frumvarp um leigubílaakstur. Frumvarp sem hefur þann eina tilgang að auka öryggi farþega. Verja almenning og ferðamenn fyrir ofbeldi og svindli sem virðist því miður orðið daglegt brauð í þessum geira, taka skref í að ná utan um það ófremdarástand á leigubílamarkaði sem skapast hefur vegna breytinga sem gerðar voru af síðustu ríkisstjórn, breytinga sem heiðarlegir og reynslumiklir bílstjórar vöruðu eindregið við á sínum tíma.

Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki.“

Samkvæmt greinargerð frumvarpsins er tilgangur og tilefni þess að tryggja öryggi farþega og efla þannig traust almennings til leigubifreiðaaksturs. Eins sé tilgangurinn að tryggja sanngjarna og gagnsæja verðlagningu, auka neytendavernd og rétt farþega sem og að auðvelda lögreglu rannsókn mála sem upp kunna að koma. Tekið er fram að vandræði hafi fylgt því þegar undanþága var veitt frá stöðvaskyldu rekstrarleyfishafa með lagabreytingu árið 2022. Af 960 skráðum leyfishöfum í dag séu 187 að nýta sér undanþáguna og reka eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Þessi fjöldi undanþágna hafi gert að verkum að opinbert eftirlit sé torvelt.

Frumvarpið var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar. Þar skiluðu margir inn umsögn. Meðal annars leigubílstjóri til 30 ára sem sagði að lagabreytingin 2022 hefði eyðilagt starfsgreinina. „Öryggi er ekki til staðar og verður ekki fyrr en þingið tryggir kúnnum leigubifreiða örugga þjónustu.“

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama sagðist í umsögn sinni vera hlynnt frumvarpinu eftir að áhyggjuraddir félaganna voru virtar að vettugi árið 2022. „Stétt leigubifreiðastjóra lítur svo á að hér sé verið að stíga fyrsta skrefið til þess að endurbyggja traust almennings á þjónustugrein leigubifreiða, eftir að gildandi lög tóku gildi 1. apríl 2023.“

Hreyfill fagnaði frumvarpinu í sinni umsögn. „Brýn nauðsyn er á endurskoðun laganna enda hefur orðspor leigubifreiðareksturs hér á landi beðið hnekki í kjölfar breyttra laga. Ekki er gerð athugasemd við þær breytingar sem eru fyrirhugaðar.“

Samtök atvinnulífsins lögðust gegn frumvarpinu og sögðu það takmarka aðgengi bílstjóra að markaðnum sem leiði til minni samkeppni og minna framboðs til neytenda.

„Samtökin telja fyrirliggjandi frumvarp vera skref í ranga átt og til þess fallið að vinda ofan af þeim mikilvægu breytingum sem gerðar voru í frjálsræðisátt með lögum nr. 120/2022. Telja samtökin réttara að áfram verði unnið að því að auka aðgengi að markaði leigubifreiðaaksturs og færa lagaumhverfið í átt að því að afnema stöðvaskyldu eins og tíðkast í Svíþjóð og Danmörku. Aukin samkeppni á markaði þar sem lögmál framboðs og eftirspurnar fá að ráða verðlagningu og gæðum þjónustu hefur í för með sér aukið hagræði fyrir samfélagið í heild sinni.“

Viðskiptaráð Íslands lagðist einnig gegn frumvarpinu og kallaði það afturför fyrir leigubifreiðaþjónustu á Íslandi.

„Breytingarnar munu auka aðgangshindranir, draga úr samkeppni og vinda ofan af breytingum í átt til aukins frjálsræðis sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Meðal annars á að taka upp stöðvarskyldu rekstrarleyfishafa á ný, sem mun leiða til hærri verða og lakari þjónustu fyrir neytendur. Nær væri að stjórnvöld einblíndu á að draga úr þeim miklu aðgangshindrunum sem enn eru til staðar þegar kemur að leigubílaakstri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið