fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Þórður urðar yfir stjórnarandstöðuna – „Öskrandi í forinni í frekjukasti illa þjökuð af pólitískum pabbavandamálum“

Eyjan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan á Alþingi beiti nú aðferðafræði beint upp úr leikbók Davíðs Oddssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þórður telur að þetta sé þó ekki andstöðuliðum til framdráttar heldur þvert á móti opinberu erindisleysi flokkanna. Ríkisstjórnarflokkarnir séu þó sallarólegir yfir frekjukasti stjórnarandstöðunnar og muni halda ótrauðir áfram. Þetta kemur fram í harðorðri grein Þórðar sem birtist hjá Vísi í dag.

Þórður hefur grein sína á að rifja upp viðtal við Davíð Oddsson í bók sem kallast „Í hlutverki leiðtogans“ og kom út árið 2000. Þar fjallaði Davíð um taktík sem hann hafði beitt þegar hann sat í skamman tíma sem oddviti í minnihluta borgarstjórnar. Davíð sagði:

„Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður megi ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“

Stjórnarandstaðan sé að beita sömu taktík á Alþingi núna. Bara í gær var miklu púðri varið í að ræða fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Taíland, mál sem er þverpólitísk sátt um og var á endanum samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Engu að síður vörðu þingmenn stjórnarandstöðunnar rúmlega fjórum klukkustundum í að ræða það að þeir styddu frumvarpið, en Þórður segir að sumar ræðurnar hafi borið þess merki að vera samdar af gervigreind.

Þetta varð til þess að ekki tókst að klára umræður um önnur mál á borð við aðgerðaráætlun í krabbameinsmálum, frumvarp um sorgarleyfi, frumvarp um auknar heimildir lögreglu til að berjast við skipulagða brotastarfsemi og fleiri mál sem einnig er þverpóltísk sátt um og skipta samfélagið miklu. Þórður segir að eini tilgangurinn með þessu sé að skemma fyrir framförum.

„Undirliggjandi er, nú sem fyrr, að þessi hópur hagar sér eins og börn með hegðunarvanda. Þau halda sig vera með einkaleyfi á því að stjórna og þegar þau gera það ekki þá liggja þau öskrandi í forinni í frekjukasti illa þjökuð af pólitískum pabbavandamálum. Þeim er auðvitað vorkunn, þau kunna ekkert annað.“

Þórður segir: Verði þeim að því. Stjórnarandstaðan sá á áorka því einu að opinbera eigið erindsleysi. „Og það á hafa gaman af tilgerðarlegu móðgunargirninni þegar þau eru ítrekað opinberuð fyrir það sem þau eru“. Þórður segir að um fyrirsjáanlegan barnaskap sé að ræða og því séu ríkisstjórnarflokkarnir rólegir og ætla að halda áfram að vera verkstjórn sem vinnur af yfirvegun, skynsemi og duglegheitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“