fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Eyjan
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, segir að stjórnarandstaðan sé enn og aftur komin í málþóf, en nú eigi að beita öllum brögðum til að hindra að frumvarp um hækkun veiðigjaldanna komist í gegn á vorþingi.

Heimir skrifaði færslu á Facebook í kvöld þar sem hann benti á að í kvöld ætlaði stjórnarandstaðan að ræða „sig vankaða“ um fjáraukalög, en það liggi í augum uppi að nú eigi að safna málum upp í stíflum á þingi til að freista þess að tefja afgreiðslu á veiðigjaldafrumvarpinu.

„Stjórnarandstaðan komin í enn eitt málþófið og búin að ræða sig vankaða um fjáraukalög fyrir þetta ár, við fjárlög síðustu ríkisstjórnar. Koma hvert á fætur öðru upp í ræður og andsvör við hvert annað í almennu rausi um eðli húsnæðismarkaðarins, samfélagsbanka og fleira. En samfélagsbanki er alls ekki á dagskránni. Vefst hvað eftir annað tunga um höfuð í mismælum og tungubrjótum, enda vita þau fæst hvað þau ætla að segja næst í óæfðu þófinu.

Allt gert til að koma í veg fyrir að sex önnur mál komist til fyrstu umræðu og þar með til meðferðar í nefndum. Saka svo stjórnarliða um ólýðræðisleg vinnubrögð á sama tíma og þau hindra lýðræðislegan framgang mála meirihlutans.

Mál eru ekki almennt rædd í þaula við fyrstu umræðu heldur í nefndum að fyrstu umræðu lokinni og síðan annarri umræðu.

Þessa stundina er Guðlaugur Þór kominn í söguskýringar allt aftur til ársins 2004 í sögu Íbúðalánasjóðs, sem ríkið er nú að borga um 700 milljarða af vegna þess að einkavæddu bankarnir undirbuðu Íbúðarlánasjóð í vöxtum og skildu sjóðinn eftir gjaldþrota með haug af uppgreiddum lánum og tapi.

Það er því allt útlit fyrir að fundað verði fram á kvöld eða nótt í dag og annað kvöld og á föstudag en alla jafna er ekki fundað á Alþingi á föstudögum. Enginn fundur á fimmtudag vegna 1. maí.

Allt þetta málþóf í þeim tilgangi til að safna málum upp í stíflu til að auka þrýsting á að væntanlegt frumvarp um veiðigjöld nái ekki í gegn á vorþingi. Á hagsmunatengdum vinum má þekkja þá.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi