fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Eyjan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 22:00

John Fetterman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir hafa haldið eldræður fyrir framan ríkisstofnanir, sem Donald Trump vill loka, hafa gagnrýnt Trump harðlega í fjölmiðlum og hlaðvörpum og héldu á skiltum sem á stóð „lygi“ þegar Trump ávarpaði þingið nýlega.

En einn þingmaður Demókrata hefur farið aðrar leiðir og hefur ekki stutt allar aðgerðir flokkssystkina sinna.

Þetta er John Fetterman sem situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvania.

Fetterman, sem markaðssetur sig sem hettuklæddan baráttumann fyrir verkafólk í Ryðbeltinu svokallaða og stærir sig af skoðunum sem eru vinstra megin við miðju, hefur verið vinveittasti þingmaður stjórnarandstöðunnar þegar kemur að samskiptunum við Trump.

Hann hefur meðal annars heimsótt Trump á heimili hans í Mar-a-Lago í Flórída.

Hann var eini Demókratinn sem studdi tilnefningu Trump á Pam Bondi sem dómsmálaráðherra og aðrir ráðherrar fengu einnig atkvæði frá honum á meðan flestir aðrir þingmenn Demókrata greiddu atkvæði gegn þeim.

Hann gagnrýndi flokkssystkini sín fyrir að halda á mótmælaspjöldum þegar Trump ávarpaði þingið og sagði þetta vera „sorglegt sjálfsmark“. „Við erum að verða eftirlíking af þjófavarnarkerfi í bíl, sem enginn veitir athygli,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla eftir ávarp Trump.

Hvað varðar pólitík Trump þá hefur Fetterman verið hliðhollari Trump en flestir aðrir Demókratar. Hann studdi refsiaðgerðir Trump gegn Alþjóðasakamáladómstólnum, hann hefur ekki viljað gagnrýna umdeildar áætlanir Trump varðandi Gasa og nýlega varð hann fyrsti Demókratinn til að gera möguleika stjórnarandstöðunnar á að gera Trump lífið erfitt að engu.

Þingið þurfti að samþykkja fjárlög til að framlengja fjármögnun ríkisrekstrarins. Ef þau hefðu ekki verið samþykkt hefði þurft að stöðva starfsemi alríkisins og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna hefðu verið sendir heim.

Demókratar höfðu hér tækifæri til að koma höggi á Trump en til þess þurftu allir þingmenn flokksins í öldungadeildinni að greiða atkvæði gegn fjárlögunum. En Fetterman vildi ekki taka þátt í því og tilkynnti að hann myndi styðja fjárlagafrumvarp Repúblikana og varaði við afleiðingunum af því að stöðva starfsemi alríkisins.  Það er eins og að „brenna þorpið til að bjarga því“, sagði hann.

Hann hefur haldið fast í andstöðu sína við hin frjálslegu vopnalög í Bandaríkjunum og hefur stutt Ísrael í stríðinu við hryðjuverkasamtökin Hamas á Gasa.

Í nýlegu viðtali við Wall Street Journal sagði hann að stuðningur hans við Ísrael og það hvernig hann nálgast Donald Trump og stefnumál hans, hafi kostað hann fjárframlög frá Demókrötum í grasrót flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði