fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Formaður SÍA: Íslenskt markaðsefni er á heimsmælikvarða – gerum hlutina ódýrt og vel

Eyjan
Mánudaginn 3. mars 2025 15:30

Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki nóg að horfa bara á auglýsingastofuna í sambandi við auglýsingar og markaðssetningu heldur verður að horfa til þess að fleiri koma að. Alltaf þarf að sprengja sköpunarkraftinn út og að því kemur fólk úr hinum skapandi greinum. Efni sem búið er til hér á landi er sambærilegt við það besta erlendis en gert fyrir minni pening. Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskar auglýsingastofa (SÍA), er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Anna Kristin Kristjansdottir - 4
play-sharp-fill

Anna Kristin Kristjansdottir - 4

„Ef maður tekur markaðsmál á Íslandi svona yfirhöfuð þá erum við á heimsmælikvarða. Það er alveg merkilegt því við höfum oft heyr – ég var t.d. á ráðstefnu í desember hjá Sambandi evrópskra auglýsingastofa – að okkar markaðsefni sem kemur héðan er á pari við það sem þykir verulega gott annars staðar,“ segir Anna Kristín.

Hún segir kostnaðinn við að búa til þetta efni hér á landi einungis vera hluta þess kostnaðar sem slíkt kosti annars staðar. „Við einhvern veginn bara hlaupum í þetta og gerum gott stöff og skapandi geirinn í heild á Íslandi er mjög öflugur. Auglýsingabransinn er náttúrlega ekki bara auglýsingabransinn. Við vinnum mjög náið með í raun og veru öllum í skapandi greinum og sköpun er náttúrlega bara listform og margir sem starfa í auglýsingageiranum eru listamenn og listakonur og starfa jafnvel samhliða sem slík. Talandi um kvikmyndagerðarfólk og leikstjóra og stílista og förðunarfræðinga, leikmyndahönnuði, búningahönnuði, við vinnum með öllum þessum aðilum og þetta er oft fólk sem er í mörgum verkefnum, mikið af einyrkjum. Þetta er mjög lifandi markaður.

Anna Kristín segir ekki hægt að horfa bara á auglýsingastofuna. Það verði að horfa á hana og því til viðbótar alla þá sem koma að. „Það þarf alltaf að leita eftir besta talentinu, hvert verkefni þarf sitt talent og það þarf að finna það.“

Já, það hlýtur að vera mjög takmarkandi að vera bara með hóp af fólki sem vinnur saman á skrifstofu og leita aldrei út fyrir þann hóp.

„Ja, það er bara einhæft ef þú ert ekki að sprengja sköpunarkraftinn út, alltaf.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Hide picture