fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gústaf segir konur vera að taka allt yfir og blóðið renna hægt í karlpeningnum – „Það má ekki andmæla konum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2025 19:33

Gústaf Níelsson Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú þarft ekki annað en horfa á skipan Alþingis í dag. Ég býst við því að svona 10% af því fólki sem situr á Alþingi í dag myndi geta fengið vinnu á almennum vinnumarkaði. Þetta er svo lélegt lið,“

segir Gústaf Níelsson sagnfræðingur hlæjandi í viðtali í Spjallið með Frosta Logasyni.

„Horfðu bara á borgarstjórnina í dag, þetta eru fimm stelpur og það þykir voða fínt. En svo eru fimm einhverjar konur sem leiða ríkisstjórn, þetta þykir svakalega fínt. Það eru komnar konur alls staðar, það eru þrír staðir eftir. Það er háskólinn, Seðlabankinn og Forseti Hæstaréttar. Þegar það verður allt orðið konur þá held ég bara að efsta embættismannalagið sé orðið kvenkyns. Og þetta þykir alveg svakalega fínt.

Þetta er auðvitað hlægilegt en þetta er bara pólitíkin.“

Viðkvæmir karlmenn þora ekki að andmæla

Segir Gústaf karlmenn svo viðkvæma að þeir þori ekki að gagnrýna þetta.

„Það má ekki andmæla konum, skilurðu. Bíddu þær verða bara að geta staðið fyrir sínu máli eins og allir aðrir, það á ekki að vera nein forgjöf. En þær eru farnar að vinna þannig í pólítíkinni að það skiptir máli hvers kyns þú ert, þær standa saman þvert á flokka.

Segir hann það kraftaverk að núverandi meirihluti hafi verið myndaður í borginni. Staðan sé þó þvinguð af því þurfi að mynda meirihluta þar sem aðeins er kosið á fjögurra ára fresti.“

„Heyrðu þú þekkir þetta eru svakalega flottar stelpur og klárar og eitthvað. Bíddu ef einhver karlmaður myndi segja þetta við erum svo helvíti flottir og fínir þú yrðir bara fláður lifandi. Í alvörunni svona er þetta. En ég er alveg til í þennan slag við hvern sem er. Ég hef aldrei haft neitt á móti konum og alltaf verið hændur að konum.“

Segir hann kvenhyggju hafa grafið um sig í pólitíkinni.

„Þú hittir konur úti á götu, þær eru ekkert svona þenkjandi sérstaklega. Bara venjulegar konur sko sem eru að streitast í sveita síns andlits með grenjandi krakka í pilsfaldinum. Þetta fólk virðist lifa í allt öðrum heimi en við venjulega fólkið.

Þær verða að fara að skilja það að karl og kona eru eins og hönd og hanski, þetta verður aldrei aðskilið.“

Segir hann eilífðarsókn í samfélaginu í dag í völd og áhrif. Gústaf segist alveg steinhissa hvað blóðið renni hægt í körlum, þar sem enginn virðist spyrja hvort þetta sé rétt leið.

„Er svona illa orðið komið fyrir karlkyninu að það geti ekki gengt orðið neinu háembættisstarfi. Í alvörunni, þetta er alveg ótrúlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist