fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Dóra Björt segist tilbúin að axla ábyrgð – „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen“

Eyjan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 09:59

Dóra Björt Guðjónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, sagðist í viðtali við RÚV í gær vera tilbúin að axla ábyrgð í myndun nýs meirihluta í borginni.

„Ég er tilbúin til þess að axla ábyrgð. Borgarbúar eiga betra skilið en eitthvert uppnám, óstjórn og ringulreið. Við viljum auðvitað axla þá ábyrgð sem okkur hefur verið falin og halda því áfram,“ segir Dóra Björt. 

„Hinar fimm fræknu eru bara búnar að sitja og spjalla og finna út úr því hvernig eigi að koma ró á stjórn borgarinnar. Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám,“ sagði Dóra Björt hlæjandi aðspurð um hverjr hefðu setið fund heima hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar.

„Það er mikilvægt að vanda sig,“  segir Dóra Björt þegar henni er bent á að það þurfi að vera starfandi stjórn í borginni. „Við kunnum að setja hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti og það er gott að einhver geri það, segi ég bara. Þannig að það yrði að liggja fyrir mjög skýrt plan, aðgerðaáætlun sem væri hægt að koma í framkvæmd á stuttum tíma.“

Aðspurð um að flugvöllurinn hafi haft úrslitaáhrif varðandi síðasta meirihluta og hvort konurnar fimm séu sammála um framtíð hans segir Dóra Björt:

„Það var nú bara átylla. Og það er alveg ljóst að það tekur meira en 14 mánuði að flytja flugvöll þannig að það sé ekkert sem stendur í vegi fyrir neinum verkefnum núna.“

Aðspurð um af hverju Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, mætti á fundinn skellihlær Dóra Björt og segir hann bara svo ógeðslega skemmtilegan. „Hann er bara fínn og með hugmyndir og pælingar og traustur maður sem þekkir vel til ýmissa málefna, þannig að okkur fannst bara gaman að fá hann í kaffislabbirassið.“

Segir Dóru Björt að skammast sín

Ásgeir Þór Árnason, íbúi í Árskógum 7 er alls ekki sáttur með Dóru Björt. Hann deilir ofangreindu viðtali við Dóru Björt, og segir hana einfaldlega eiga að skammast sín.

„Hún talar kokhraust um að axla ábyrgð. Talar í Silfrinu um að það þurfi að vera birta í íbúðarhúsnæði, hún er brött, með græna gímaldið, sem minnisvarða um ábyrg störf sín fyrir Reykjavíkurborg og á örugglega fleiri mistök á sínum herðum, borgarbúum til mikils ama,“ segir Ásgeir Þór, en sem kunnugt er er Græna gímaldið svokallaða nánast í bakgarði hans og annarra íbúa við Árskóga 7 í Breiðholti. Enginn hefur enn borið ábyrgð á byggingunni, en stjórnsýslunefnd var skipuð til að kanna málið.

„Hún ætti að skammast sín, hætta þessu hrokatali og ætli hún sér að mynda meirihluta hér í borginni ætti hún að fara á námskeið þar sem henni er kennt auðmýkt – flokkar hafa þurrkast út í kosningum fyrir minna, en þetta og væri það sennilega best ef hún vill hafa hag flokksins að leiðarljósi, þá væri það að segja af sér – ábyrgð fylgir störfum sem þessum og etv. er kominn tími á að gera meiri hæfniskröfur til þeirra sem fara með völd í borgar- og sveitastjórnum landsins.“

Ekkert bólar á úttekt vegna Græna gímaldsins

Af græna gímaldinu er það að frétta að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar var á fundi borgarstjórnar 7. janúar falið að gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2a, þar sem hið umdeilda vöruhús Haga er.  Ekkert bólar á úttektinni sem átti að sögn Einar Þorsteinssonar þáverandi borgarstjóra að liggja fyrir í lok janúar. Byggingarfulltrúi borgarinnar stöðvaði framkvæmdir að hluta þann 31. janúar, framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“