fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2025 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað um styrki til stjórnmálaflokka undanfarnar vikur eftir að í ljós kom að Flokkur fólksins hafði þegið slíka styrki án þess að eiga á því rétt.

Málið má rekja til breytinga sem voru gerðar á lögum um styrkina fyrir nokkrum árum sem gerðu þá kröfu að stjórnmálaflokkar sem njóta styrkja séu skráðir sem stjórnmálasamtök hjá Ríkisskattstjóra. Flokki fólksins láðist að breyta skráningu sinni og er því enn skráður sem frjáls félagasamtök.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gengið hart fram í gagnrýni sinni á Flokk fólksins en nú greinir Vísir frá því að þingmennirnir séu að kasta grjóti úr glerhúsi því Sjálfstæðisflokkurinn hafi sjálfur þegið 167 milljónir í styrk árið 2022, áður en skráningunni var breytt.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Flokkur fólksins ætti að skila styrkjunum. Vísir bendir á að þessi afstaða sé áhugaverð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en 8. apríl 2022 og var því ekki skráður sem stjórnmálasamtök þegar styrkjum var úthlutað í janúar 2022.

Vinstri græn hafi ekki breytt skráningu fyrr en í september á síðasta ári og því þegið rúmlega 266 milljónir í styrki á árunum 2022-2024 án þess að uppfylla skilyrði.

Eins hafi Sósíalistaflokkurinn ekki breytt skráningu fyrr en í nóvember 2023 og því fengið um 50 milljónir í styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli