fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Eyjan

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Eyjan
Föstudaginn 17. janúar 2025 18:33

Þórður Snær Júlíusson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson tekur á næstunni við starfi framkvæmdastjóra þingsflokks Samfylkingarinnar. Þórður Snær var ofarlega á framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar í nóvember en lýsti því yfir að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi í kjölfar mikillar umfjöllunar um óviðeigandi bloggskrif hans á árunum 2004 til 2007. Var í skrifunum meðal annars fjallað með niðrandi og óviðurkvæmilegum hætti um nafngreindar og þekktar konur. Sigmundur Ernir Rúnarsson tók sæti Þórðar Snæs á Alþingi.

Þórður Snær segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni:

„Ég mun taka formlega við stöðu framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar eftir að þing verður sett 4. febrúar næstkomandi, en er þó þegar byrjaður að starfa sem slíkur. Líkt og ég hef áður greint frá þá ætla ég ekki að taka það þingsæti sem ég hlaut í kosningunum í nóvember og mun segja af mér þingmennsku við fyrsta mögulega tækifæri, sem verður þann dag.

Ég hlakka mjög til að hjálpa við að breyta samfélaginu til hins betra með öflugri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og frábærum hópi þingmanna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins