fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Eyjan

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“

Eyjan
Fimmtudaginn 5. september 2024 07:00

ABBA á gullaldarárunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úr hátölurunum heyrðist „The Winner Takes It All“ með ABBA og á skjánum voru myndbönd með meðlimum sænsku hljómsveitarinnar sýnd. Þetta voru ekki heiðurstónleikar, heldur kosningafundur Donald Trump í St. Cloud í Minnesota.

Meðlimir ABBA eru allt annað en ánægðir með þetta og hafa krafist þess að Trump hætti að nota lögin þeirra. En Trump og hans fólk er ekki á þeim buxunum að sögn Expressen.

Bæði ABBA og Universal, útgáfufyrirtæki hljómsveitarinnar, hafa sagt skýrt og greinilega að framboð Trump hafi ekki fengið leyfi til að nota tónlist hljómsveitarinnar. En talsmaður framboðsins er annarrar skoðunar.

„Framboðið hefur leyfi til að spila tónlist ABBA á grunni samnings okkar við BMI og ASCAP,“ sagði hann í samtali við AP fréttastofuna.

Svenska Dagbladet segir að framboð Trump hafi rétt fyrir sér að hluta.

Ástæðan er að framboðið er með svokallað „pólitískt leyfi“ sem veitir því aðgang að rúmlega 22 milljónum laga, þar á meðal frá ABBA.

En allir flytjendurnir eða lagahöfundarnir hafa möguleika á að mótmæla eða stöðva notkun stjórnmálamanna á lögum þeirra. Það hafa til dæmis Rolling Stones, Céline Dion og Rihanna gert hvað varðar notkun framboðs Trump á lögum þeirra.

Nú lítur út fyrir að ABBA bætist í þennan hóp því hljómsveitin og Universal hafa nú krafist þess að framboð Trump hætti að nota tónlist hljómsveitarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Árborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast