Konur velja „beina leið til eymdar“ þegar þær taka starfsframann fram yfir börn og fjölskyldulíf.
Karlar í Bandaríkjunum líða fyrir að karlmennska þeirra er „bæld frá blautu barnsbeini“.
Konur, sem láta sig jafnrétti og kynþáttamál varða, gera það bara af því að þær eru bitrar yfir að geta ekki eignast börn.
Þetta er meðal þess sem Vance segir á upptökunni að sögn The Guardian.
Hlaðvarpið var gefið út af samtökunum American Moment. Vance ræddi við tvo stjórnendur um ýmis pólitísk málefni.
Hann veittist sérstaklega að Ilhan Omar, sem er þingkona Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna 1995 frá Sómalíu. Vance segir hana vera „vanþakkláta“ og að hún myndi „búa í skítaholu“ ef ekki væri fyrir Bandaríkin.
Hann fer heldur ekki leynt með fordóma sína í garð innflytjenda frá Afganistan og Sómalíu og segir meðal annars að það sé „brandari“ að ímynda sér að „allir Afganar séu gott fólk“.