fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Brynjar segir okkur eiga í fullu basli með að búa í samfélagi – „Hvert og eitt okkar verður að líta meira í eigin barm og taka meiri ábyrgð“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2024 16:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alvarlegt ofbeldi ungmenna virðist alltaf koma okkur á óvart, rétt eins og sífellt lakari námsárangur grunnskólabarna í lestri og reikningi. Þegar við erum í uppnámi myndast kjörlendi fyrir tækifærissinna og populista til að láta ljós sitt skína,“ 

segir Brynjar Níelsson samfélagsrýnir og fyrrum þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. 

Í færslu sem hann skrifar á Facebokk segir Brynjar öllum ljóst að enginn skortur á tækifærissinnum í pólitík. En færslu sína skrifar Brynjar í tilefni hörmulegrar árásar á Menningarnótt þar sem þrjú ungmenni voru stungin og eitt þeirra, 17 ára stúlka, lést af sárum sínum sex dögum síðar.

„Nú ætla þeir að stöðva ofbeldið eins og þeir ætluðu að gera Ísland fíkniefnalaust á sínum tíma. Tækifærissinnar líta aldrei svo a að við berum sjálf ábyrgð á hegðun okkar og foreldrar beri einhverja ábyrgð á börnum sínum, heldur að skólarnir og „kerfið“  hafi brugðist. Því þurfi meiri fjármuni í „kerfið“  til að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir Brynjar.

Ekki kerfið sem hefur brugðist

Hann segir að það séu ekki einhver óskilgreind kerfi sem hafa brugðist. 

„Úrræði og aðstoð við þá sem glíma við erfiðleika í lífinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og áratugi. Hvert og eitt okkar verður að líta meira í eigin barm og taka meiri ábyrgð í stað þess að skella alltaf skuldinni á aðra eða „kerfið“.  Þá fyrst næst einhver árangur í baráttunni.

Lengi hefur verið vitað að maðurinn er ófullkominn og átt í bölvuðu basli með að búa í samfélagi. Áhersla á kristileg gildi í uppeldinu ásamt ást, umhyggju og hæfilegum aga er örugglega farsælt veganesti fyrir hvern einstakling út í lífið og fyrir samfélagið í heild.“

Brynjar bendir svo öllum á sem misboðið er yfir færslu hans að opið er fyrir athugasemdir og svívirðingar á Facebook hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli