fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Eyjan

Flogaköstin hurfu með CBD

Eyjan
Föstudaginn 27. september 2024 12:40

Guðrún Bergmann Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein eftir Guðrúnu Bergmann, rithöfund, fyrirlesara og heilsu- og lífsstílsráðgjafa:

Foreldrar sem eignast fötluð börn standa yfirleitt frammi fyrir áskorunum sem foreldrar heilbrigðra barna þurfa ekki að takast á við. Einn af þessum foreldrum er Sigurður H. Jóhannesson, en dóttir hans Sunna fæddist með mjög sjaldgæfan taugasjúkdóm, sem síðar leiddi til reglulegra flogakasta.

Sigurður hefur verið ötull við að leita allra leiða til að lina kvalir hennar og bæta líðan hennar. Meðal annars kynnti hann sér reglulega niðurstöður ýmissa rannsókna sem birtar voru á bandarísku vefsíðunni pubmed. Þar rakst hann fyrir nokkrum árum á grein þar sem rannsóknir sýndu að CBD olía væri að skila góðum árangri við taugaverkjum og flogaveiki. Hann elti upplýsingarnar og endaði með því að fara í heimsókn til fyrirtækis í Bandaríkjunum, sem framleiddi CBD olíur, sem hann kom með heim og prófaði að gefa dóttur sinni í samráði við lækna hennar.

Flogaköstin hættu

Eftir að hann fór að fór að gefa henni CBD olíudropa hættu flogaköst hennar alveg, mikið dró úr einhvefueinkennum og líðan hennar varð mun betri. Þegar hann sá árangurinn vaknaði áhugi hans og skilningur á mikilvægi hampafurða til að auka vellíðan fólks, en þær örva kannabínóðana sem líkamar okkar framleiðs sjálfir.

Sá áhugi hans leiddi til þess að hann stofnaði ásamt Þórunni Þórs Jónsdóttur Hampfélagið fyrir fimm árum síðan. Nú standa þau að mjög áhugaverðri alþjóðlegri ráðstefnu HEMP FOR THE FUTURE í Salnum í Kópavogi dagana 11. og 12. október, þar sem kynntir verða fjölbreyttir möguleikar á notkun hamps og afurða úr honum.

Þar verður fjallað um ótal leiðir til nýtingar á hampplöntunni, allt frá ræktun til útflutnings og vinnslu erlendis, til framleiðslu á lyfjum (eitt slíkt lyfseðilsskylt fáanlegt á Íslandi), til framleiðslu á olíu, sem stuðningsefni við landbúnað, meðal annars sem undirlag í stíur og ótal margt annað.

Aldagömul lækninga- og nytjajurt

Hampur hefur frá alda öðli verið notaður til lækninga og sem nytjajurt til framleiðslu í víðtækum vöruflokkum. Ráðstefnan gefur fólki tækifæri til að fræðast af færustu einstaklingum í heiminum í dag um hvernig nota má hamp og afurðir úr honum í allt frá lyfjum og yfir í byggingariðnað.

Hlekkur á viðtal við Sigurð H. Jóhannesson

Hlekkur inn á vefsíðu ráðstefnunnar

Hlekkur á viðtal við Þórunni Þórs Jónsdóttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir