fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Áslaug Arna segir frá hráka og hótunum

Eyjan
Fimmtudaginn 26. september 2024 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en hún birtir sama texta sem færslu á Facebook-síðu sinni. Áslaug Arna verður í færslunni einkum tíðrætt um stöðu hennar flokks, Sjálfstæðisflokksins, en athygli vekur að hún fjallar einnig um hvað varð til þess að hún ákvað að hella sér út í stjórnmálin. Hún fjallar einnig um ýmislegt sem hún hefur mátt þola vegna stjórnmálastarfa sinna, meðal annars hefur verið hrækt á hana og hún orðið fyrir alvarlegum hótunum.

Um ástæður þess að hún fór út í stjórnmál skrifar Áslaug Arna:

„Ég var mjög ung þegar ég fór í gegnum mjög erfiða og persónulega reynslu sem leiddi til þess að málefni samfélagsins fönguðu hug minn allan. Ég skammast mín ekki fyrir það. Þessi reynsla hefur ekki bara verið ómetanleg fyrir mig til að skilja stjórnmál og stjórnsýslu heldur hefur hún veitt mér dýpri skilning á öllum krókum og kimum samfélagsins. Gert mig næmari fyrir ólíkum aðstæðum fólks.“

Hráki, hótanir og lygar

Þarna er Áslaug Arna mögulega að vísa til fráfalls móður hennar en hún greinir síðan frá sumu af því sem dunið hefur á henni þau átta ár sem hún hefur setið á þingi og í ríkisstjórn:

„Í þau átta ár sem ég hef setið á þingi og síðar í ríkisstjórn hef ég tekið þátt í ákvörðunum sem varða hundruð milljarða – alltaf með það fyrir augum að sjá og finna út úr því hvernig hægt er að nýta skattpeninga betur. Ég hef orðið fyrir hráka einstaklings sem ég mætti á gangstétt og hatrið skein úr augnaráðinu. Ég hef yfirgefið veitingastað vegna konu sem veittist svo harkalega að mér að ég óttaðist um öryggi mitt. Ég hef brotnað saman þegar lygar um persónu mína fara á flug. Ég hef myndað bandalög þvert á hugmyndafræðilega sannfæringu til að ná fram einhverjum árangri í þágu þeirra hugmynda sem ég trúi á. Þrátt fyrir málamiðlanir hef ég þó aldrei misst sjónar af þeim hugsjónum sem eru drifkraftur minn í stjórnmálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun