fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Stuð og stemning fer í taugarnar á Brynjari

Eyjan
Þriðjudaginn 10. september 2024 10:12

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, samfélagsrýnir og fyrrum lögmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rýnir í sjálfan sig og segist lítt brosmildur og stuð og stemning fara í taugarnar á honum.

„Margir eru þeirrar skoðunar að ég sé ekki rétti maðurinn til að vera talsmaður kynþokkans, hvað þá gleðinnar. Örugglega margt til í því en ég vil þó benda á að ég er kominn með þokkalega stór brjóst í seinni tíð og ég er ekki alltaf með krepptan hnefa í vasa þótt ég brosi ekki að óþörfu. Brosmildi er bara ekki í ættinni, einkum karlleggnum, og stuð og stemmning fer eiginlega í taugarnar á okkur,“ segir Brynjar á Facebook-síðu sinni. 

Færslur hans þar eru gjarnan með kaldhæðnum tón og dansar Brynjar á þeirri þunnu línu sem skilur milli húmors og kaldhæðni. Vísar hann með orðum sínum til fyrri færslu sinnar þar sem Brynjar gagnrýndi nýjar auglýsingar flugfélagsins Play.

„En það sem truflar okkur mest er stjórnlyndi, frekja og yfirgangur, sem virðist ágerast í okkar góða samfélagi, og auðvitað alltaf í góðum tilgangi. Munurinn á gömlu góðu Soffíu frænku og sumum Soffíum í dag er að sú gamla var góðmennskan uppmáluð og bar umhyggju fyrir öðrum en nýja Soffía er gjarnan illgjörn og ofstopafull og skeytir hvorki um skömm né heiður til að ná sínu fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn