fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Eyjan

Davíð skemmtir sér yfir átökum bak við tjöldin hjá Heimildinni – „Það hlýt­ur að vera til marks um eitt­hvað“

Eyjan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór tíðindi bárust í íslenska fjölmiðlaheiminum í vikunni þegar Þórður Snær Júlíusson, annar af ritstjórum Heimildarinnar, tilkynnti um brotthvarf sitt af miðlinum.

Þórður Snær stofnaði Kjarnann ásamt samstarfsfólki árið 2013 og gegndi þar starfi ritstjóra. Í lok árs 2022 sameinaðist vefmiðillinn svo Stundinni og varð Þórður Snær þá ritstjóri sameiginlegs miðils ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, Jón Trausti Reynisson, sambýlismaður Ingibjargar Daggar, varð framkvæmdastjóri hins sameinaða miðils.

Fyrir utanaðkomandi kom brotthvarf Þórðar Snæs eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hefur miðillinn heldur betur blásið í herlúðranna undanfarið árið með aukinni tíðni útgáfudaga, fjölgun blaðamanna og stofnun sérstakrar netdeildar.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um brotthvarf Þórðar Snæs í Staksteinum Morgunblaðsins í morgun og veltir hann þar upp ágengum spurningum um hvað gerst hafi bak við tjöldin. Greinilegt er að ritstjóranum leiðist ekki hugsanleg bræðravíg hjá samkeppnisaðilanum enda hefur iðulega andað köldu milli Davíðs og stjórnenda Heimildarinnar sem hafa gagnrýnt hann og rekstur Árvakurs, útgáfufélag Morgunblaðsins, ítrekað í gegnum tíðina.

Byrjar Davíð á því í pistlinum að benda á þrátt fyrir aukinn kraft í útgáfunni hefur árangurinn ekki verið eins og stefnt var af. Útbreiðsla blaðsins er síst að aukast og lesturinn á vefsíðu miðilsins er í sögulegu lágmarki.

Þá hefur Davíð greinilega lagst yfir Facebook-síðu Þórðar Snæs og veltir því fyrir sér af hverju hvorki Ingibjörg Dögg né Jón Trausti hafi fyrrum vopnabróður sínum kveðju eða þakkir fyrir samstarfið. Þá hefur ekki enn birst frétt um það á vef Heimildarinnar að annar ritstjórinn hafi stigið til hliðar.

„Það hlýt­ur að vera til marks um eitt­hvað,“ skrifar Davíð og ýjar að átökum bak við tjöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ummæli Bolla um „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ falla í grýttan jarðveg – „Krúttleg karlremba á áttræðisaldri“

Ummæli Bolla um „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ falla í grýttan jarðveg – „Krúttleg karlremba á áttræðisaldri“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður?“

„Ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður?“