Hún segir að bankinn neyðist til að breyta peningastefnu sinni til að mæta þessari vaxandi hættu sem samdráttarskeið er.
Bloomberg skýrir frá þessu og hefur eftir henni að aukið atvinnuleysi hafi áður verið í takt við „upphaf samdráttarskeiðs“ og vísaði hún þar til nýjustu talna um stöðuna á bandarískum vinnumarkaði.
„Við erum kannski ekki alveg komin á þetta stig, en við erum óþægilega nærri því,“ sagði hún.
Í nýju tölunum kemur fram að mjög hafi dregið úr tilurð nýrra starfa í Bandaríkjunum og um leið jókst atvinnuleysi. Einnig er búið að virkja hina svokölluðu Sahm-reglu en henni er ætlað að hjálpa þeim sem eru við stjórnvölinn þannig að þeir viti hvenær þarf að grípa til örvandi aðgerða til að mæta samdrætti.