fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Ragnar og Breki vara lánþega við – Þú gætir þurft að grípa til aðgerða til að missa ekki af háum fjárhæðum

Eyjan
Miðvikudaginn 19. júní 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetja lánþega hjá íslenskum bönkunum til að vera vakandi fyrir því að kröfur, sem fólk gæti átt á bankanna vegna yfirvofandi málsóknar, firnist ekki. Þetta kemur fram í aðsendri grein vopnabræðranna á Vísi þar sem lánþegar eru hvattir til þess að skoða sín mál og tryggja sína hagsmuni.

Það vakti mikla athygli í maí síðastliðinum þegar EFTA-dómstóllinn gaf frá sér það álit að skilmálar lána íslensku bankanna með breytilegum vöxtum væru ekki nógu skýrir fyrir neytendur og ætla megi að þeir séu hreinlega ólöglegir.

Um það þurfa hérlendir dómstólar að úrskurða og Neytendasamtökin og VR hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómum Reykjavíkur og Reykjaness sem verða tekin fyrir næsta haust. Um gríðarlega hagsmuni gæti verið að ræða því vinnist málin gæti hver og einn lánþegi átt inni háar fjárhæðir hjá bönkunum.

Breki og Ragnar hvetja hins vegar lánþega sem hafa greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau á síðustu árum til að skoða sín mál og tryggja að slíkar kröfur fyrnist ekki en það gerist á fjórum árum.

Hér er hægt að kynna sér málið betur. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði