fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 09:00

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun kost mörg hundruð milljarða að byggja annan alþjóðaflugvöll sem getur sinnt tengiflugi líkt og gert er á Keflavíkurflugvelli. Gæti kostnaðurinn verið á bilinu 300 til 500 milljarðar.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í umfjöllun um málið í dag. Rætt hefur verið um öryggi Keflavíkurflugvallar í ljósi jarðhræringanna á Reykjanesi og fyrri umræða um að reisa flugvöll í Hvassahrauni.

Aðspurður hvort það sé raunhæft að byggja annan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi, flugvöll sem geti betur dreift umferð erlendra ferðamanna, sagði Sveinbjörn að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að þetta sé stór fjárfesting fyrir lítið hagkerfi eins og það íslenska.

„Það er óhætt að fullyrða að það gæti kostað 300 til 500 milljarða króna að byggja nýjan alþjóðaflugvöll sem gæti tekið við tengifluginu,“ sagði hann.

Hann sagði að ekkert standi tæknilega í vegi fyrir byggingu nýs alþjóðaflugvallar fyrir beint flug til og frá landinu en stóra spurningin sé hvort rétt sé að nota ríkisfjármagn í slíka framkvæmd. Líklegt megi teljast að sá flugvöllur muni seint og jafnvel aldrei geta staðið undir sér fjárhagslega.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið