fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 08:27

Linda Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sidekick Health hefur gengið frá ráðningu á Lindu Jónsdóttur í hlutverk aðstoðarforstjóra og fjármálastjóra félagsins. 

Linda hefur mikla alþjóðlega reynslu á sviði rekstrar og fjármála en hún starfaði hjá Marel í 15 ár, síðast sem framkvæmdastjóri rekstrar en þar áður lengst af sem fjármálastjóri félagsins. Félagið kláraði á því tímabili nokkrar yfirtökur og sameiningar, meira en þrefaldaði tekjurnar og var tvískráð á markað hér á landi og í Amsterdam. 

Linda hefur mikla reynslu af því að skala upp nýsköpunarfyrirtæki og hefur einnig setið í stjórn Framtakssjóðs Íslands, Viðskiptaráðs og Vísindagarða.

Linda er með Cand Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Reykjavíkur. Hún er gift Yngva Halldórssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn.

Linda mun áfram gegna stjórnarformennsku í Íslandsbanka samhliða störfum sínum hjá Sidekick en hún tók sæti í stjórn bankans síðastliðið sumar. 

„Ég er ótrúlega spennt að koma til liðs við Sidekick Health. Félagið er leiðandi þegar kemur að því nýta tækni til að nútímavæða meðferð við alvarlegum sjúkdómum. Það er held ég engin tilviljun að 5 af 20 stærstu heilbrigðisfyrirtækjum heims eru með samstarfssamning við Sidekick og meira en tólf þúsund læknar ávísa meðferðum þess reglulega. Það er til marks um þá vinnu sem búið er að leggja inn hjá þessu flotta fyrirtæki og ég hlakka til að taka þátt í næsta kafla á þeirri vegferð,“ segir Linda Jónsdóttir.

 „Það er mikill styrkur að fá svo sterkan stjórnanda til liðs við félagið nú þegar við erum að taka næsta skref í okkar rekstri. Linda hefur skilning á þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað hjá félögum sem vilja vaxa alþjóðlega. Hún kemur inn með víðtæka reynslu og sterka sýn á lykilverkefnin framundan og ég hlakka til að vinna með henni,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri Sidekick Health.

Um Sidekick Health:
Það voru tveir læknar, þeir Tryggvi Þorgeirsson og Sæmundur Oddsson, sem stofnuðu Sidekick Health árið 2014. Fyrirtækið þróar meðferðir til þess að bæta heilsu og líðan fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma eins og offitu, sykursýki 2, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Síðasta haust festi Sidekick Health kaup á þýska fyrirtækinu Aidhere GmbH sem er leiðandi í lyfseðilsskyldum heilbrigðistæknilausnum í Þýskalandi. Meðal fjárfesta í Sidekick Health eru Novator Partners, Frumtak Ventures, Wellington Partners og Asabys Partners.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna