fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Ástþór hefur seinni umferð forsetakappræðna öskrandi – „Hér hefur verið framið landráð“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2024 21:17

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kappræður forsetaframbjóðanda hófust á RÚV kl. 19.40 í kvöld. Umræðunum í kvöld er skipt í tvo hluta.

Í fyrri hlutanum mætast sex efstu frambjóðendurnir miðað við könnun Gallup í dag og í síðari hlutanum mætast hinir sex sem mælast með undir 5% fylgi. Í seinni hlutanum mættu því Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason.

Fyrsta spurningin sem beint var til frambjóðenda var: „Hvað er að á Íslandi?“

Ástþór fékk fyrstur að svara og lét ekkert stoppa sig í að svara eins og hann vildi, þrátt fyrir að þáttastjórnendur reyndu að stoppa hann í að svara því sem spurt var um.

Sagði Ástþór að frambjóðendur hefðu verið boðaðir í kappræður, en hér færu engar kappræður fram. Honum hefði ekki gefist færi á að eiga umræðu við Katrínu Jakobsdóttur, sem væri farin á braut. „Þetta heitir ekki kappræður, heldur RÚV ræður.“ Sagði hann að þyrfti mann á Bessastaði sem þorir að grípa í taumana, kalla þurfi stjórnvöld á Bessastaði og gera þeim grein fyrir að þau hafi brotið lög. Aðspurður um hvort þetta væri ekki hræðsluáróður sagði hann þáttastjórnendum að fara og skoða erlenda miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu