fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

„Ég ætla ekki að úti­loka að ein­hver stuðnings­maður minn hafi hringt í Bald­ur“

Eyjan
Fimmtudaginn 30. maí 2024 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, var spurður að því í kappræðum frambjóðenda á Heimildinni að nokkrum dögum áður en hann tilkynnti um framboð sitt hafi hann fengið skilaboð úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur þar sem hann var hvattur til að hætta við framboð.

„Hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að fara að bjóða sig fram Og ef ég ætlaði virklega að vera svo vitlaus að bjóða mig fram núna, þarna fyrir páskana, þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka því hún kæmi fram eftir páska.“

Þessi ummæli hafa vakið töluverða athygli og var Baldur spurður nánar út í málið í kappræðum Morgunblaðsins í dag. Þar var þrýst á hann að opinbera nákvæmlega hver hafi haft samband við hann.

Baldur sagðist ekki vilja gefa það upp og var þá spurður hvort að það væri nú ekki eðlileg krafa til forseta að hann væri hreinskilin í svona málum.

„Ég svaraði spurningunni mjög hreinskilningslega, en maður lætur ekki nöfn fylgja úr einkasamtölum, þó maður geti sagt að maður hafi orðið fyrir þrýstingi.“

Katrín Jakobsdóttir var eins spurð út í málið og hún útilokaði ekki að einhver stuðningsmaður hennar hafi hringt í Baldur, en hún viti þá ekki hver. Hún hafi spurt alla sem hafa starfað náið með henni að framboðinu og enginn þeirra kannist við símtalið.

„En ég ætla ekki að úti­loka að ein­hver stuðnings­maður minn hafi hringt í Bald­ur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi