fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Hvað hefði Trump gert ef svart fólk hefði verið í fararbroddi í árásinni á þinghúsið í Washington D.C.?

Eyjan
Þriðjudaginn 21. maí 2024 04:05

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað heldur þú að hann hefði gert . . . ef svartir Bandaríkjamenn hefðu ráðist inn í þinghúsið?“ Þessari spurningu varpaði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fram í kvöldverðarboði á vegum mannréttindasamtaka í Detroit nýlega og átti þarna við Donald Trump.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé ein harðasta árás Biden á Trump það sem af er kosningabaráttunni en Trump á sér sögu um kynþáttahatur. Með orðum sínum gaf Biden í skyn að Trump hefði brugðist öðruvísi við árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021 ef svart fólk hefði verið í fararbroddi skrílsins sem réðst á þinghúsið.

Meirihluti stuðningsmanna Trump, sem réðust á þinghúsið til að reyna að kollvarpa úrslitum forsetakosninganna, voru hvítir. Einn þeirra sást til dæmis halda á fána Suðurríkjanna sem börðust gegn Norðurríkjunum í borgarastyrjöldinni frá 1861-1865 til að reyna að viðhalda þrælahaldi í Suðurríkjunum.

Biden tók þátt í kvöldverðarboði á vegum mannréttindasamtakanna NAACP (National Association for the Advancement of Colored People) í Detroit þar sem hann ræddi þetta og segir The Guardian að fólk hafi gripið andann á lofti og kliður hafi farið um salinn eftir að hann lét fyrrgreind ummæli falla.

Rannsókn þingnefndar á atburðunum við þinghúsið leiddi í ljós að Trump var í Hvíta húsinu á meðan árásin stóð yfir og aðhafðist ekkert til að stöðva hana klukkustundum saman, meira að segja þegar skríllinn hótaði að hengja Mike Pence, varaforseta hans. Að lokum sendi hann myndband frá sér þar sem hann hvatti skrílinn til að láta af hegðun sinni og fara heim.

Um 1.300 mann hafa verið ákærðir fyrir þátttöku í árásinni og mörg hundruð hafa þegar verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir sinn þátt í henni. Trump hefur sagt þetta fólk vera „föðurlandsvini“ og „gísla“ og gefið í skyn að hann munin náða það ef hann verður kjörinn forseti á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna