fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Eyjan

Geir hraunar yfir D-listann – „Eina sem þau geta og kunna er að „bullíast“ í fólki“

Eyjan
Fimmtudaginn 21. mars 2024 11:31

Geir Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Sveinsson, sem látið hefur af embætti bæjarstjóra í Hveragerði, birtir harðorða grein á Vísir.is þar sem hann bregst við ummælum fulltrúa D-lista í gær um starfslok hans. Var hann þar sagður ekki hafa valdið starfinu. Geir sakar D-lista fólk meðal annars um trúnaðarbrot og slæma framkomu við starfsfólk bæjarins:

„Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. Eins og einn kollegi minn orðaði það svo réttilega í bréfi til mín í kjölfar þessara ummæla: ‚‚Ég sendi þér þessar línur þar sem ég hef hugsað mikið til þín í dag. Það er með hreinum ólíkindum að lesa ákveðin ummæli í fjölmiðlum eftir starfslok þín. Slík ummæli gefa mér sterka vísbendingu um eitrað umhverfi – og slíkt umhverfi er ekki eftirsóknarvert, og þaðan af síður nærandi fyrir okkur!““

Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi D-listans í Hveragerði, sagði í viðtali við Vísir.is í gær að starfslokin yrðu bæjarfélaginu dýr þar sem Geir ætti rétt á sex mánaða biðlaunum. Eyþór sagði ennfremur að ýmislegt við rekstur sveitarfélagsins hefði ekki gengið sem skyldi. Hann sagði ennfremur: „Geir er góður drengur en við höfum séð mörg merki þess að bæjarstjórinn réð ekki við verkefnið. Og það sama á að sjálfsögðu við um fulltrúa meirihlutans. Það hafa ýmis mál komið upp sem hafa klikkað.“

Geir segir að Sjálfstæðismenn kunni því greinilega illa að vera í minnihluta eftir að hafa setið við völd í 16 ár, og: „…eina sem þau geta og kunna er að “bullíast” í fólki með von um að það komi þeim aftur til valda, næst þegar verður kosið. En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði.“

Varðandi þau ummæli að starfsflok hans verði dýr segir Geir að starfslokin séu eðlileg en að starfslok forvera hans hafi í starfi hafi kostað bæjarfélagið margfalt meira en hans starfslok. Aldís Hafsteinsdóttir lét af störfum sem bæjarstjóri Hveragerðis árið 2022 og fékk samtals 17 milljónir í biðlaun og akstursstyrk frá Hveragerði þó að hún væri komin með nýtt starf sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Geir segir að ástæður starfslokanna hafi verið ólík sýn hans og meirihlutans á hlutverk hans sem bæjastjóra. „Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa.“

Geir tilgreinir ýmis verkefni sem vel hafi tekist til með í bæjarstjóratíð hans en greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu á hálfs árs afmæli eigin afsagnar

Bjarni tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu á hálfs árs afmæli eigin afsagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr segir að líklega færi hann að fordæmi Ólafs Ragnars við sams konar aðstæður og í Icesave-málinu

Jón Gnarr segir að líklega færi hann að fordæmi Ólafs Ragnars við sams konar aðstæður og í Icesave-málinu