fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þórdís hafi leyft þessu að gerast – „Þú stjórnar ekki landi í gegnum Facebook-færslur“

Eyjan
Þriðjudaginn 19. mars 2024 13:53

Jóhann Páll Jóhannsson í ræðustóli á Alþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir sýndarmennsku Sjálfstæðisflokksins hvað varðar kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni og lætur að því liggja að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði getað gripið inn í söluna mun fyrr, hefði hún hreinlega haft áhuga á því. Þess í stað virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að nýta sér stöðuna til að liðka fyrir frekari einkavæðingu í bankakerfinu. Þetta kom fram í ræðu Jóhanns undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag.

Það hreyfist kannski lítið í samgöngumálunum en bankafarsi ríkisstjórnarinnar, hann heldur áfram, og enn þarf fólkið í landinu að horfa upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það hefur legið fyrir í ÁTTA mánuði að Landsbankinn hefði hug á að kaupa TM og það eru FJÓRIR mánuðir síðan að söluferlið hófst.“

Jóhann rekur að Þórdís hafi viðrað þá skoðun sína í byrjun febrúar í hlaðvarpi að henni litist illa á þessi kaup. Hún hafi þó ekkert gert til að grípa inn í viðskiptin. Ekki fyrr en nú þegar bindandi kauptilboð er komið á, og þá ekki með þeim leiðum sem hún hefur í krafti valdheimilda sinna sem ráðherra, heldur með aumlegri færslu á Facebook. Þórdís sé vörslumaður ríkiseigna og beri ábyrgð á meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og að slíkt sé gert í samræmi við eigendastefnu ríkisins.

„Eigendastefnan á ekki að vera framkvæmd í einhverjum véfréttastíl þar sem ráðherra situr og spjallar í einhverju hlaðvarpi og bankasýslumenn þurfa að punkta hjá sér í fundargerðir það sem þeir heyra. Þú stjórnar ekki landi í gegnum Facebook-færslur. Ráðherra hlýtur að þurfa að koma hingað fyrir Alþingi og útskýra hvað er í gangi, hvaða sirkus þetta er eiginlega með 29 milljarða viðskipti ríkisfyrirtækis.“

Jóhann rekur að það sé ekki langt síðan að Umboðsmaður Alþingis birti svart álit um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka. Engu að síður hafi Þórdís ekki brugðist við fyrirhuguðum kaupum Landsbankans á TM með þeim valdheimildum sem hún hefur gagnvart Bankasýslu ríkisins og í samræmi við ábyrgð hennar á ríkiseignum.

Þessi í stað hafi Sjálfstæðismenn nýtt sér að bindandi tilboð er nú komið á til að reyna að keyra af stað frekari einkavæðingu, að losa um hlut ríkisins í Landsbankanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður