fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Lækkun áfengisgjalds, vefsala og sala á framleiðslustað lyftistöng fyrir íslenska áfengisframleiðslu, segir Birgir Már Sigurðsson

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 14:37

Birgir Már Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Íslendingar búum við næst hæstu áfengisgjöld í Evrópu en vonir standa til að það lækki á þessu ári. Birgir Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þoran Distillery, segir stjórnvöld sýna aukinn skilning gagnvart minni áfengisframleiðendum. Miklu skipti að nú er heimilt að selja áfengi á framleiðslustað – beint frá býli – og vonir eru bundnar við vefsölu. Hans fyrirtæki selur í Fríhöfninni, á hótelum og veitingastöðum, börum og til útlanda. Birgir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 6.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 6.mp4

„Þetta er í Duty free og þetta er á hótelum og veitingastöðum og á börum og líka erlendis. Og eins líka bara á heimasíðunni okkar. Það er nú önnur saga. Núna á vonandi að breyta því á þessu ári – að leyfa vefsölu á áfengi. Því var breytt núna, annað hvort í fyrra eða hittiðfyrra að framleiðslustaðir mættu núna selja beint frá býli, sem hefur gengið gríðarlega vel,“ segir Birgir.

Hann segir þetta vera mikla bót á rekstrarumhverfi íslenskra áfengisframleiðenda. „Ég man hvernig þetta var á sínum tíma þegar maður fékk til sín hóp af Ameríkönum sem smökkuðu ginið og voru gríðarlega sáttir og fengu túr um framleiðsluna og sögðu svo: við viljum endilega kaupa af þér flösku. Þá þurfti ég því miður að vísa þeim hérna inn í Hafnarfjörð, inn í Álfrúnu, til að grípa flösku þar. Þetta var mjög vandræðalegt.“

Birgir segir Covid blessunarlega hafa haft þau áhrif að gefið var leyfi til að seljabeint frá býli. Þetta hafi skipt sérstaklega miklu máli fyrir smærri framleiðendur. Núna eigi að breyta þessu enn frekar, ef allt gangi eftir, og leyfa vefsölu á áfengi. Einnig hafi verið rætt um að lækka áfengisgjald. Eins og málin standi nú eigi það einungis við um bjórframleiðendur en framleiðendur sterks áfengis vilji fyrir alla muni koma því inn í fyrirhugaða lagasetningu að ákvæðin eigi líka við um þá, senda séu þeir að borga næsthæstu áfengisgjöld í Evrópu.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Það er vissulega svigrúm til breytinga þegar kemur að áfengislöggjöf á Íslandi og okkar sambandi við áfengi,“ segir Birgir. „Fólk trúir því ekki þegar túristar koma til mín í túr um framleiðsluna og ég segi svona grófa sögu áfengis á Íslandi. Þegar ég segi þeim að bjór hafi orðið löglegur árið 1989 rekur fólk upp stór augu og spyr hvort ég hafi sagt 1889. Nei, nei, 1989. Þannig að við höfum alltaf átt í þessu undarlega sambandi við áfengi sem þarf að breytast, held ég.“

Birgir telur að verið sé að stíga skref í rétta átt hér á landi í áfengismálum og nefnir til sölu beint frá býli, vefsölu og fyrirhugaða lækkun áfengisgjalds. „Sumir eru eitthvað mótfallnir þessu en þetta er það sem er verið að gera annars staðar og ég skil ekki af hverju við getum ekki gert það sama,“ segir Birgir Már Sigurðsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Hide picture