fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Það er ekki hægt að stytta sér leið í viskígerð – þetta tekur sinn tíma og þolinmæði er lykillinn, segir Birgir Már Sigurðsson

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 10:30

Birgir Már Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viskígerð er ekki hægt að stytta sér leið og flýta fyrir þroskunartíma vökvans dýra. Japanir hafa þó reynt fyrir sér í þessum efnum. Áhugavert væri að athuga hvernig gervigreindin myndi leggja til að hið fullkomna viskí yrði framleitt. Þolinmæði er lykillinn að góðu og vel þroskuðu viskíi. Birgir Már Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 3.mp4

„Sko, ég ætla að kasta þessu fram, út í kosmosina, ég mun örugglega ekki hafa tíma til að gera þetta. Með gervigreindina, ég fékk þá hugmynd um daginn að spyrja einfaldlega gervigreindina: Hvernig gerir maður hið fullkomna viskí. Og fara svo nákvæmlega og sjá hvað gerist,“ segir Birgir.

Hann skorar á einhvern að gera þetta og veltir raunar fyrir sér hvort einhver sé búinn að þessu og er fullviss um að útkoman úr því yrði mjög forvitnileg.

Ef við látum gervigreindina taka þetta yfir og allir fara að reyna að gera best viskí í heimi þá verður allt viskí eins, eða hvað?

„Ég ætla nú ekki að svara spurningum um gervigreind vegna þess að ég er ekki nógu kunnugur henni. En við erum að sjá það samt í þessum viskíheimi af því að það er alltaf talað um að þetta þarf að liggja í tunnum svo lengi. Þannig að við erum að sjá tæknina – ég veit ekki með gervigreindina – en við erum vissulega að sjá hina og þessa tækni koma fram á sjónarsviðið til þess að flýta fyrir eða betrumbæta, eða hafa einhvern veginn áhrif á viskígerð.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Birgir rifjar upp að mikið hafi verið fjallað um það í fjölmiðlum um árið þegar einhver lofaði 12 ára gömlu viskíi á sex dögum. Það hafi átt að gerast með því að í stað þess að leggja viskí í tunnur á hefðbundinn hátt yrði það sett í þrýstihólf. Spírinn var þá settur í hólfið ásamt eikarbútum og þrýstingur notaður til að kreista eikarbútana, gefa eftir og kreista aftur. Þetta hafi átt að vera alveg jafn gott og 12 ára viskí „Ég er ekki einn af þeim sem trúi á svona lagað, ég held að það sé ekki hægt að stytta sér mikið leið.“

Já, þessi spurning kemur upp í hugann: er ekki möguleiki á að stytta sér leið, stytta tímann og svona? Fyrir einhverju árum eða áratugum þegar Bandaríkjamenn voru að koma sterkir inn á vínmarkaðinn var talað um að þar væru menn ekki að leggja þetta í trétunnur eins og gert er í Frakklandi og Ítalíu og víðar heldur væri þetta sett í áltanka og viðarspænir með. Þetta er ekki viðurkennt, eða hvað?

Birgir segir það fara eftir því hver sé spurður. Í Japan sé þetta stunda í einhverjum mæli við viskíframleiðslu. Til að flýta fyrir eða setja einhverja aðra vídd í japanskt viskí hafi þeir til viðbótar við að hafa viskíið í eikartunnum setji þeir eins konar  tepoka með viðarflísum út í spírann áður en tunnunum er lokað. „Þá ertu kominn með meira yfirborð og þá á þroskunin að vera aðeins sneggri. Persónulega trúi ég ekki endilega á það að þú eigir að flýta fyrir þroskunarferli, þetta tekur bara sinn tíma og maður þarf bara að hafa þolinmæði. Það er lykillinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump
Hide picture