fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Gróflega misboðið að íbúum sé meinað að leggja í eigin innkeyrslur – „Þessi stefna er komin út í öfgar“

Eyjan
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Reykjavíkur eru nokkrir verulega óánægðir með framgöngu borgaryfirvalda í bílastæðamálum en nú hafa þó nokkrir lent í því að vera sektaðir fyrir að leggja á einkalóðum sínum. Hefur borgin vísað til þess að téð bílastæði séu ólögleg þar sem þau er ekki að finna á deiliskipulagi og breyti áratugalangar venjur, þar sem bílum hefur verið lagt í stæðin átölulaust, engu þar um.

Hafa íbúar stigið fram í samtali við fjölmiðla og gagnrýnt þessa framgöngu sem hafi komið fólki í opna skjöldu.

„Á hvað vegferð er meirihlutinn í borginni eiginlega? Mér finnst þetta ekki í lagi. Þessi stefna er komin út í öfgar!. Manni ofbýður þessi valdníðsla,“ skrifar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins á Facebook.

Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segir aðra eins valdníðslu vandfundna í athugasemd við færsluna:

„Þvílík og önnur eins valdníðsla er vandfundin, nema þá helst í einræðisríkjum sósíalismans. Bíllinn er einkaeign viðkomandi sem og einkaeignarlóð hans. Þetta eru hrein og klár lögbrot og ég skora á íbúa að draga þessa valdníðslu fyrir dóm. Þeir geta ekki með einu pennastriki helt bensíni yfir aldagamla venju og kveikt í henni af því þeir fyrirlíta einkabílinn. Áfram veginn og með fullri virðingu fyrir strætó þá hættið að reyna að þvinga fólk í stræto sem kærir sig ekki um það.“

Ein þeirra sem stigið hefur fram er Anna Ringsted, en hún sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi búið í húsi sínu við Frakkastíg í fjörtíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir lóð hennar. Fyrir um viku hafi henni brugðið þegar hún fékk sekt fyrir vikið, en áður en hún flutti höfðu fyrri eigendur sömuleiðis lagt í stæðið.

Hún vakti máls á málinu í hópi íbúa miðborgarinnar. Þar vísaði hún til þess að hafa leitað svara hjá borginni sem vísuðu til þess að samkvæmt deiliskipulagi sé stæðið ekki skráð sem bílastæði. Hún fór að grafast fyrir og sá að það sama á við um marga aðra nágranna hennar, sem þó hafi enga sekt fengið. Það furðulega við þetta sé að þegar hún sótti um íbúakort fékk hún neitun með vísun í að hún ætti einmitt bílastæði.

Aðrir tóku undir með Önnu og greindu frá því að fá til dæmis ekki íbúakort þrátt fyrir að búa í Miðborginni. Fleiri höfðu fengið sektir og greindu frá erfiðleikum við að fá skýr svör frá borginni.

Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrum borgarfulltrúi og kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, greinir frá því að hafa sömuleiðis fengið sekt og gagnrýnir meirihlutan fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína gagnvart borgarbúum þegar þetta nýja verklag var tekið upp.

Dóra Björg Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að reglurnar væru skýrar, ef ekki er gert ráð fyrir ökutækjum á tilteknum stað þá megi sekta. Hún segir verklagið skýrt og mögulega hafi mátt kynna það betur. Ekki sé óþekkt í miðborgum annarra landa sé rukkað fyrir bílastæði alls staðar og stæðin séu jafnan dýr.

Þetta taka miðborgarbúar ekki undir í áðurnefndum hóp. Greinir einn frá því að honum sé meinað að leggja í innkeyrsluna við sinn eigin bílskúr, en á sama tíma megi nágrannar hans gera slíkt. Í raun virðist heldur vera heimilt fyrir óviðkomandi að leggja fyrir innkeyrslu hans, fremur en að hann megi leggja fyrir framan eigin bílskúr.

Einn bendir á að bílastæði séu eign sem megi ekki taka frá eigendum nema með skipulags- eða lagabreytingum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump