fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Stuðningur Pútíns er „dauðakoss“ fyrir Biden

Eyjan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 22:00

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar rússneskur fréttamaður spurði Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í síðustu viku hvern sé best að hafa sem forseta Bandaríkjanna út frá rússneskum hagsmunum, var svarið Joe Biden. En það má velta fyrir sér hvort Pútín meini það af fullri alvöru.

„Hann er reyndari, fyrirsjáanlegri, stjórnmálamaður af gamla skólanum. En við munum vinna með hverjum þeim forseta Bandaríkjanna sem Bandaríkjamenn bera traust til,“ sagði Pútín.

Donald Trump, sem mun væntanlega takast á við Biden um forsetaembættið, var fljótur að grípa þetta á lofti  og sagði þetta vera hrós frá Pútín.  „Hann vill fá Biden því þá fær hann allt sem hann vill, þar á meðal Úkraínu. Eini forsetinn af síðustu fimm, sem ekki hefur gefið Rússlandi neitt, er forseti sem heitir Donald J. Trump,“ sagði Trump á kosningafundi í Suður-Karólínu.

En meinti Pútín það sem hann sagði? TV2 spurði Flemming Splidsboel, sérfræðing í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier, út í þetta. Hann sagðist telja að þarna hafi Pútín verið að blekkja, hann vilji þvert á móti fá Trump sem forseta.

„Þetta er einhverskonar öfug sálfræði þar sem Pútín reynir að telja okkur trú um að Rússar hafi að sjálfsögðu engan áhuga á að reyna að hafa áhrif á kosningarnar og reyna að tryggja að Trump nái kjöri. Því eigum við auðvitað ekki að trúa. Það er augljóst að Rússar munu skipta sér af kosningunum og þeir munu skipta sér meira af þeim en þeir hafa gert nokkru sinni áður,“ sagði Splidsboel.

Lotte Mejlehde, fréttamaður TV2 í Bandaríkjunum, sagði ummæli Pútíns vera nokkurskonar „dauðakoss“ til Biden. „Þetta er stuðningur og hrós sem þú vilt ekki fá,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum