fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir Framsókn svíða mjög að vera minni en Miðflokkurinn sem er kominn upp í 60 prósent af fylgi Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 2. febrúar 2024 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjósendur treysta ekki ríkisstjórninni og krefjast stjórnarskipta. Ríkisstjórnin er kolfallin og hefur tapað 17 þingmönnum samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallups um fylgi stjórnmálaflokkanna. Ákall er um það meðal kjósenda að Kristrún Frostadóttir leiði næstu ríkisstjórn. Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut bendir Ólafur Arnarson á að fylgistap Framsóknar sé gríðarlegt en ekki svíði síður að Miðflokkurinn er nú nokkru stærri en Framsóknarflokkurinn.

Samkvæmt könnuninni hefði ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hið svokallaða Reykjavíkurmódel, 36 þingmenn og öruggan þingmeirihluta.

Ólafur segir það hljóta að vera forystumönnum Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins áhyggjuefni að þessum flokkum virðist ekki takast að draga til sín lausafylgi. Þá sé það einstakt að flokkur forsætisráðherra sé nú rétt yfir þeim mörkum sem þarf til að fá fulltrúa kjörna á þing og raunhæfur möguleiki sé á því að flokkurinn þurrkist úr af þingi í næstu kosningum samkvæmt þessu.

Þá vekur hann athygli á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en um þessar mundir og yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnunina fengi flokkurinn einungis 12 þingmenn. Miðflokkurinn sé greinilega að soga til sín fylgið á hægri vængnum og mælist nú með um 60 prósent af heildarfylgi Sjálfstæðisflokksins og fengi sjö þingmenn. Þetta sé í anda þess sem gerist víða þar sem popúlistaflokkar til hægri vinna á.

Verði úrslit kosninga svipuð og könnunin bendir til gæti það þýtt að fjórir ráðherrar Framsóknar væru í bráðri hættu á að falla út af þingi í næstu kosningum og líklegt að flokkurinn fengi einungis einn þingmann kjörinn á öllu höfuðborgarsvæðinu,

Ólafur bendir þó á að skoðanakannanir séu alls ekki kosningar og mikið eigi enn eftir að gerast á næstunni.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að