fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Eyjan

Jóhannes Finnur Halldórsson skrifar: Aðgangur að samstarfi tryggir öryggi

Eyjan
Föstudaginn 2. febrúar 2024 10:16

Jóhannes Finnur Halldórsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fréttaefni þessa dagana, að jarðvísindafólk hafði mismunandi skoðanir um jarðhræringar og eldsumbrot á Reykjanesinu og inn til nágrennis höfuðborgarsvæðisins. Treysti mér alls ekki að taka afstöðu í þeim gagnlegu umræðum.

„Tæknin tryggir öryggi“ er heiti á grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í Morgunblaðinu um daginn. Ég vil taka heilshugar undir það sem kemur efnislega fram í grein hennar. En hún er einnig og ekki síður að meina aðgang að þekkingu og samstarfi um tækni er varðar fjarskipti, öryggis- og varnarmál. Hún segir að gervihnettir sem svífa um himinhvolfin geta orðið bandamenn okkar í öryggi og hluti af vörnum Íslands, en ég vil orðað það þannig að bandamennirnir eru þjóðir Evrópusambandsins, þar sem við eru utangarðsaðilar. Gervihnettir geta ekki orðið bandamenn. Það er í raun með ólíkindum hvað EES samningurinn hefur gert mikið fyrir Ísland og Íslendinga, en það er ábyggilega meira háð velvilja fullgildra aðildarþjóða ESB gagnvart okkur Íslendingum (og Norðmönnum stundum). Það væri áhugavert fyrir Áslaugu Örnu, sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, að segja okkur hversu mikið fjármagn hefur borist til rannsókna hér á Íslandi frá ESB í gegnum árin t.d. þó aðeins væri tekið það saman gagnvart rannsóknarverkefnum tengdum Háskóla Íslands. Þær tölur liggja fyrir.

Fyrir stuttu síðan voru fréttir um það að ESB var að veita 1,2 milljörðum evra (180 milljörðum ISK) til Emilia-Romagna svæðisins á Ítalíu til að bæta tjón og til uppbyggingar sem þörf er á vegna mikilla flóða, sem þar urðu nú nýverið.

Þegar jarðhræringar og eldgos byrjuðu á síðasta ári nálægt Grindavík komu sérfræðingar á vegum almannavarna ESB til aðstoðar. Þá geri ég ráð fyrir að töluvert mikið og gagnlegt samstarf sé enn og hafi verið í gangi milli Íslands og ESB varðandi það sem nú dynur á. Það væri áhugavert að vita, ef Ísland væri fullgildur aðili að ESB, hvaða hlutverki hefðu Almannavarnir ESB í því máli og hvernig hefði aðkoma þeirra getað orðið sem af er og til framtíðar. Svo eru bætur vegna tjóna og uppbyggingar sem þörf er á vegna Grindavíkur annað mál, en það væri einnig mjög áhugavert að skoða og íhuga hvað það mikla almannavarnakerfi Evrópuþjóða hefði getað verið ef full aðild að ESB væri til staðar.

Ísland er aðili að NATO. Tók ég eftir frétt um möstur í grennd við Grindavík, sem vöktu áhuga þeirra. En hvert á hlutverk NATO að vera í þessum hamförum, vegna aðildar okkar að því varnarbandalagi? Allt samstarf felur í sér réttindi og skyldur.

Höfundur er meðlimur þriðju kynslóðar Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís vill selja afganginn af Íslandsbanka – Ríkið á enn þá 42,5 prósent

Þórdís vill selja afganginn af Íslandsbanka – Ríkið á enn þá 42,5 prósent
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill að Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg opni bókhaldið – Grunsamlegar skipulagsbreytingar

Vill að Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg opni bókhaldið – Grunsamlegar skipulagsbreytingar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Ágúst Sigurðsson kjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykja­vík og nágrenni

Sigurður Ágúst Sigurðsson kjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykja­vík og nágrenni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íslensk stjórnvöld fordæma meðferðina á Navalny

Íslensk stjórnvöld fordæma meðferðina á Navalny