fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Eyjan

Nú reynir á fræg ummæli Trump – Voru þau rétt?

Eyjan
Mánudaginn 19. febrúar 2024 07:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hefur það ekki haft nein áhrif á vinsældir Donald Trump þegar stór mál, tengd honum, hafa komið upp. En hvað gerist nú í kjölfar dóms undirréttar í New York á föstudaginn? Þá var Trump dæmdur til að greiða sem svarar til um 50 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að hafa vísvitandi logið til um virði eigna sinna. Þetta gerði hann til að geta fengið hærri lán. Auk sektarinnar var honum bannað að stunda viðskipti í New York næstu þrjú árin.

Við eðlilegar kringumstæður myndi dómur af þessu tagi hafa mikil pólitísk áhrif í Bandaríkjunum en líklegt má teljast að í tilfelli Trump þá verði það ekki svo því Donald Trump er ekki eins og aðrir bandarískir stjórnmálamenn. Það hefur ítrekað komið í ljós.

Ef við förum aftur til 2016 þá sagði Trump að hann gæti skotið manneskju á Fifth Avenure í New York án þess að það myndi fæla kjósendur frá honum. Þessi ummæli gleymast ekki og kannski eru þau bara rétt.

Enginn stjórnmálamaður hefur á síðari tímum komið jafn mikið á óvart og Trump. Í nýafstöðnu forvali í Iowa valtaði hann yfir andstæðinga sína og það sama gerðist í New Hampshire. Það virðist engu máli skipta að hann hefur verið ákærður fyrir 91 lögbrot í fjórum ríkjum, þar á meðal fyrir að hafa reynt að breyta niðurstöðum forsetakosninganna 2020.

Fyrr á árinu var hann dæmdur til að greiða rithöfundinum E. Jane Carroll 8,3 milljónir dollara í miskabætur.

En sá dómur virðist ekki hafa haft nein áhrif og líklega mun dómurinn frá á föstudaginn heldur ekki hafa nein áhrif á stuðningsfólk Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu