fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Eyjan

N1 og Tesla í samstarf um víðfema uppbyggingu hraðhleðslustöðva

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. febrúar 2024 09:48

Ýmir Finnbogason forstjóri N1 við Tesla hleðslustöðvar í Fossvogi. Mynd-Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu kemur fram að N1 og Tesla hafi undirritað rammasamning sem feli í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið. Markmið N1 með samningsgerðinni sé að auka verulega þjónustu við notendur rafbíla og byggja upp víðfeðmt net hraðhleðslustöðva á næstu tveimur árum samhliða uppbyggingu Tesla.

Uppbygging Tesla verði við eftirfarandi þjónustustöðvar N1: Borgarnesi, Blönduósi, Egilsstöðum, Vík, Ísafirði, Hringbraut, Kirkjubæjarklaustri, Hveragerði, Keflavík og Ártúnshöfða samhliða fjölgun hleðslustæða þar sem Tesla sé nú þegar við Staðarskála og í Fossvogi. Þá muni N1 setja upp níu nýja hraðhleðslugarða innan tveggja ára. Samtals séu því áform um nítján nýja hraðhleðslugarða og muni hraðhleðslustæðum við þjónustustöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tímabili.

Áformin næstu tvö árin séu fyrsti áfanginn í vegferð N1 til að stórbæta aðgengi að hraðhleðslu fyrir eigendur rafbíla um land allt. Lögð verði áhersla á uppbyggingu við fjölfarnar leiðir utan höfuðborgarsvæðisins en einnig sé horft til svæða utan alfararleiðar til að þjónusta dreifðari byggðir landsins.

Í tilkynningunni segir enn fremur að með fyrirhugaðri uppbyggingu vilji N1 leitast við að tryggja aðgengi allra að öruggri rafhleðslu, óháð bíltegund, greiðsluleið og álagstoppum og framfylgja þeirri stefnu félagsins að allir eigi að geta hlaðið bílinn sinn með vissu um stuttan biðtíma, örugga virkni og einfalt notendaviðmót um land allt.  Hraðhleðslustöðvar Tesla verði opnar öllum rafmagnsbílum.

„Ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í orkuskiptum á Íslandi þá er eitt af lykilskrefunum að hraða uppbyggingu rafhleðslunets um land allt. Hleðslukvíði á ekki að vera hugtak sem aftrar einstaklingum og fyrirtækjum að veðja á nýjan orkumiðil. Uppbygging rafhleðsluinnviða hefur gengið allt of hægt en með þessum áformum um uppbyggingu víðfems rafhleðslunets munum við í N1 tryggja að allir geti ferðast um landið áhyggjulaust og um leið notið þeirrar góðu þjónustu sem við veitum á þjónustustöðvum okkar,“ segir  Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1.

Að lokum segir í tilkynningunni að Tesla sé brautryðjandi í framleiðslu á rafmagnsbílum og hraðhleðslustöðvum í heiminum. Rammasamningur Tesla við N1 stuðli að auknu framboði á öflugum hraðhleðslustöðum á mikilvægum stöðum víða um land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurstranglegur forsetaframbjóðandi stígur brátt fram

Orðið á götunni: Sigurstranglegur forsetaframbjóðandi stígur brátt fram
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ætlunarverkið tókst – engu hróflað og kvótagreifar græða sem aldrei fyrr

Ætlunarverkið tókst – engu hróflað og kvótagreifar græða sem aldrei fyrr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Óttinn við að eiga ekki nóg

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Óttinn við að eiga ekki nóg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís vill selja afganginn af Íslandsbanka – Ríkið á enn þá 42,5 prósent

Þórdís vill selja afganginn af Íslandsbanka – Ríkið á enn þá 42,5 prósent
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vill að Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg opni bókhaldið – Grunsamlegar skipulagsbreytingar

Vill að Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg opni bókhaldið – Grunsamlegar skipulagsbreytingar