fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Eyjan

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Eyjan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 08:32

Selenskí heimsótti Ísland á dögunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur brugðist við yfirvofandi sigri Donalds Trumps í bandarísku forsetakosningunum. Selenskí óskaði Trump til hamingju á samfélagsmiðlinum X og sagði að um magnaðan sigur væri að ræða.

Margir telja að það verði á brattann að sækja fyrir Úkraínumenn með Trump í Hvíta húsinu. Sjálfur hefur Trump gagnrýnt Selenskí fyrir að hafa ekki náð að stöðva stríðið við Rússa og látið að því liggja að Selenskí beri ábyrgð á stríðinu.

Í mars síðastliðnum lýsti Victor Orban, hinn umdeildi forseti Ungverjalands, því yfir að Trump hefði sagt honum að hann ætli að binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu.

Í færslu sinni á X sagðist Selenskí vonast eftir áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna. Þá rifjaði hann upp „frábæran“ fund sem hann átti með Trump í september síðastliðnum þar sem Selenskí kynnti fyrir honum áætlun um hvernig Úkraína getur unnið stríðið við Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri