fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 12:30

Marta Wieczorek

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hefur þú ekkert að gera?”

er setning sem Marta Wieczorek segist ítrekað heyra frá fólki, sérstaklega þegar hún segir frá nýjustu hugmyndum eða verkefnum sem hún lætur plata sig út í. Verkefnum sem hún segir hafa fjölgað mikið undanfarin ár.

„Jú, ég hef nóg að gera!” segir Marta og rekur verkefni sín í grein sinni á Vísi. Hún er þriggja barna móðir og eiginkona, kennari og hefur lokið leik- og grunnskólakennarafræðum í háskóla, og er menntaður leikskólakennari með sérkennslu og grunnskólakennari með áherslu á sögufræði. Hún hefur unnið á leikskóla í fjórtán ár en ákvað að sækja um starf sem kennari með íslensku sem annað tungumál í grunnskóla og segir það þvílíka breytingu að fara úr leikskóla yfir á unglingastig. Einnig er hún skráð í einn áfanga í HÍ. Frá árinu 2009 hefur Marta starfað hjá Pólska Skólanum í Reykjavík, þar sem hún kennir sögufræði á laugardögum og hefur verið aðstoðarskólastjóri frá árinu 2012. Hún er einnig fulltrúi Pólska Skólans í Móðurmáli – Samtökum um tvítyngi. Auk þess kennir hún íslensku fyrir nýkomin börn á mánudögum á vegum Suðurmiðstöðvar. Fyrir tveimur árum bættist svo við verkefnið Sendiherrar í Breiðholti, sem breytti um nafn og heitir nú Menningarsendiherrar. 

Valin Reykvíkingur ársins fyrir allt þetta ofangreinda „ekkert”

Já, ég hef svo sannarlega „ekkert“ að gera… Þegar mér var tilkynnt að ég hefði verið valin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir allt þetta ofangreinda „ekkert”, var það mikil viðurkenning og hvatning fyrir mig til að halda áfram og jafnvel gera meira fyrir aðra. Mér var sagt að nú þurfi ég að nota röddina mína,“ segir Marta sem hefur nú bætt við einu verkefni enn og er í 2. sæti lista Flokk Fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

„Nú heyrist betur allt það sem ég get sagt af eigin reynslu:

  • Um stöðu erlendra íbúa þessa lands sem eru að glíma við vaxandi húsnæðisvanda og háa vexti.
  • Um börnin sem eru koma í skóla frá öðrum löndum eða bara frá öðru sveitarfélagi, eru að byggja traust og mynda tengsl í nýju umhverfi og skóla en þurfa að flytja aftur eða snúa aftur til síns heimalands því foreldrar þeirra hafa misst íbúðina vegna of hárrar leigu eða fengu synjun frá ríkinu, þó svo að aðlögun gangi vel og þeim langi að læra íslensku og búa í þessu fallegu landi. Kerfið þarf að vera fljótvirkara og skilvirkara.
  • Um mikilvægi móðurmálskennslu sem er undirstaða íslensku og viðurkenning á kunnáttu annarra mála – það er enginn “mállaus”.
  • Um krefjandi og versnandi aðstæður nemenda og kennara á öllum skólastigum – og þá á ég við öll börn, bæði íslensk börn og börn sem eru af erlendu bergi brotin.
  • Um nauðsyn mikilvægra aðgerða í íslenskukennslu – og aftur: ég er að tala jafnvel um íslensk börn, sem nota ensku oft ómeðvitað.
  • Um fjölda sérfræðinga með erlendan uppruna, sem vegna engrar eða grunnkunnáttu af íslensku tungumáli eru að starfa í störfum þar sem menntun þeirra nýtist ekki í staðinn fyrir að styðja íslenskt samfélag með þekkingu og fagmennsku sinni og læra íslensku samhliða.
  • Um biðlista hjá sérfræðingum, eftir greiningum, eftir læknisþjónustu og þjónustu almennt.
  • Um þau ótrúlegu skilaboð sem ungt fólk fær þegar það sér aðgerðarleysi lögreglunnar og yfirvalda þegar um víðtækan þjófnað er að ræða, eða þegar grunaðir sakborningar eru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi og sakfelldir ganga lausir, jafnvel þeir sem dæmdir eru af dómstólum fyrir morð. Þetta eru skilaboð um að hér geti maður gert hvað sem maður vill án afleiðinga og refsinga. Veggspjöld með yfirstrikaðan hníf eru ekki nóg – það þarf að virða lög og reglur.

Þetta hef ég sjálf upplifað og heyrt frá íslenskum og erlendum viðmælendum. Það verður að tala um þessi atriði, því þetta á við um okkur öll.

„Hefur þú ekkert að gera??“ Jú, ég hef mikið að gera og ef ég fæ tækifæri að gera enn meira fyrir fleira fólk og til að vera rödd þeirra sem fáir vilja hlusta á -þá segi ég bara já, takk!”

Marta segir vera í framboði fyrir Flokk Fólksins af því það er ekkert mikilvægara en fólk. Segir hún leiðtoga flokksins traustsins verða og hafa kraft til að athafna sig og hafa hugmyndir um hvernig eigi að leysa þessi vandamál. „Ég þekki nokkra frábæra einstaklinga frá öðrum flokkum og ég á fulla trú á því að við viljum og getum öll unnið saman í þágu sameiginlegs þjóðfélags með traust og virðingu að leiðarljósi. Áfram Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna