fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Niðurstaða skoðanakönnunar DV um fylgi flokkanna – Er hægri sveifla framundan?

Eyjan
Miðvikudaginn 30. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina stóð DV fyrir skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna nú í aðdraganda alþingiskosninga sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Hafa ber í huga að ekki var tekið úrtak og haft samband við þann hóp eins og oft er gert í skoðanakönnunum heldur aðeins hægt að taka þátt á vef DV. Niðurstöðurnar eru eilítið öðruvísi en sjá hefur mátt í skoðanakönnunum að undanförnu. Verði niðurstöður kosninganna eitthvað í líkingu við niðurstöður könnunar DV er ljóst að þá stefnir í mikla hægri sveiflu í íslenskum stjórnmálum. Alls voru 12.555 atkvæði greidd.

Mest fylgi fékk Miðflokkurinn, 26,36 prósent. Þar á eftir kom Sjálfstæðisflokkurinn með 16,22 prósent og Viðreisn rétt á eftir með 16,10 prósent. Lesendur DV virðast minna hrifnir en Samfylkingunni en þátttakendur í öðrum könnunum en flokkurinn fékk 12,33 prósent atkvæða í könnun DV. Þar á eftir kom Flokkur fólksins með 8,58 prósent og síðan Framsóknarflokkurinn með 5,66 prósent. Aðrir flokkar fengu undir 5 prósent fylgi sem myndi ekki duga til að fá jöfunarsæti og þar með er afar ólíklegt að viðkomandi flokkar myndu ná nokkrum manni inn á þing.

Yrði þetta niðurstaðan myndu því Vinstri grænir og Píratar detta út af þingi en aðrar kannanir hafa einnig bent til þess. Sósíalistaflokkur Íslands myndi ekki ná inn á þing í öðrum kosningunum í röð og Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar myndi ekki ná heldur inn á þig frekar en Græningjar.

Verði niðurstaða kosninganna þessi myndu því Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn ná sæti á Alþingi og yrði fylgi flokkanna eitthvað í líkingu við þessa könnun DV væri varla aðrir valkostir í boði til ríkisstjórnarmyndunar en hægri stjórn.

Niðurstöður könnunarinnar í myndrænu formi má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð