fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Eyjan
Fimmtudaginn 3. október 2024 07:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Donald Trump sé eins og peningamaskína því hann er ansi lunkinn við að afla sér peninga til að standa straum af kosningabaráttunni. Nýjasta „fjáröflunarleið“ hans er að selja úr sem hann kallar, og þarf nafnið ekki að koma neinum á óvart, „Trump Watches“.

CNN segir að Trump hafi kynnt úrin á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, á fimmtudaginn. Hann segir að úrin séu hin fullkomna jólagjöf.

Úrin kosta sem svarar til 67.000 íslenskum krónum stykkið. En Trump er auðvitað einnig með lúxusseríu, sem heitir Tourbillon, og þar er verðið öllu hærra eða sem svarar til um 13 milljóna íslenskra króna fyrir eitt úr.

„Þessi úr eru algjörlega einstök. Þú munt elska þau,“ skrifaði Trump á Truth Social.

Frá því að Trump tilkynnti um framboð sitt fyrir tveimur árum, hefur hann þénað milljónir dollara á að selja varning með nafni sínu og mynd. Hann selur einnig strigaskó og tvær bækur.

En úrin eru ekki það eina sem Trump setti á markað í síðustu viku því hann byrjaði einnig að selja „Trump coins“ sem eru silfurpeningar með mynd af Trump öðru megin og eiginhandaráritun hans á Hvíta húsinu á hinni hliðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!