Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins með 24,2% fylgi, Miðflokkurinn er þar á eftir með 16,1% fylgi og Viðreisn tekur stökk upp í 15,0%. Sjálfstæðisflokkurinn er svo með 13,3% fylgi og Flokkur fólksins með 11,4% fylgi.
Þetta eru einu flokkarnir sem eru með yfir 10 prósenta fylgi og raunar eru aðrir flokkar á mörkunum að ná manni inn, samkvæmt niðurstöðunum.
Píratar mælast með 5,8% fylgi eins og Framsóknarflokkurinn. Sósíalistar mælast með 4,3% fylgi og VG er nánast í kjallaranum 2,4% fylgi. Lýðræðisflokkurinn rekur lestina með 1,1% fylgi.
Könnunin var gerð dagana 18. til 24. október síðastliðinn og var úrtakið 2.500 manns. Svarhlutfall var 50%.