fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Dagur tekur annað sætið – „Ég kem að borðinu með býsna drjúga reynslu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. október 2024 14:49

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri, mun ekki skipa oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Reykjavík heldur tekuð annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu Frostadóttur. Þetta er í samræmi við hans vilja, en hann sóttist ekki eftir fyrsta sætinu. Dagur greinir frá þessu á Facebook þar sem hann segist hokinn reynslu úr borgarpólitíkinni þar sem hann hafi myndað fjóra farsæla meirihluta.

„Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa hvatt mig í þingframboð að undanförnu. Mér þykir ótrúlega vænt um það.

Ég hef oft áður verið hvattur til að fara í landsmálin en hef hingað til ekki gefið kost á því. Nú er það breytt. Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík.“

Dagur bendir á að Samfylkingin mælist stærst flokka í borginni og hafi bætt við sig rúmum 5 prósentum frá síðustu borgarstjórnarkosningum, en man Dagur ekki aftur jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Hann stígur því áhyggjulaus úr sveitarstjórnarmálum og segist treysta félögum sínum í borgarstjórnarflokkunum til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur. Á landsvísu sé flokkurinn í „dauðafæri“ undir forystu Kristrúnar.

„Í komandi þingkosningum hefur Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“

Dagur bauð fram krafta sína í annað sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á fundi uppstillingarnefndar í síðustu viku. Margir höfðu hvatt hann til dáða í oddvitasæti en hann metur hagi sínum betur borgið í 2. sæti þar sem hann er nú að hefja nýjan kafla á sínum stjórnmálaferli.

„Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.

Ég kem að borðinu með býsna drjúga reynslu, meðal annars af því að mynda fjóra farsæla meirihluta í Reykjavík sem hafa unnið vel saman og setið út kjörtímabilið.

Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli