fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Vandræðaleg uppákoma á kosningafundi Trump – Stóð þögull á sviðinu í 20 mínútur

Eyjan
Fimmtudaginn 24. október 2024 08:00

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræðaleg uppákoma varð á kosningafundi Donald Trump í Detroit á föstudaginn. Hann stóð uppi á sviði í um 20 mínútur án þess að geta ávarpað fundargesti.

Ástæðan fyrir þessari „þögn“ forsetans fyrrverandi var að tæknileg mistök áttu sér stað. Hljóðið fór af þegar Trump ætlaði að fara að ræða um tolla en áður en hann náði svo mikið sem að segja „fallegasta orðið í orðabókinni“ fór hljóðið af.

Mirror segir að Trump hafi virst ráðvilltur þegar hann gat ekki komið neinum skilaboðum til fundargesta og hafi hann snúið baki í áhorfendur og greinilega verið pirraður.

En áhorfendur reyndu að gleðja Trump með því að kyrja „USA“ og „We love Trump“.

Þetta var í annað sinn í vikunni sem vandræði komu upp á kosningafundi Trump. Á mánudeginum varð að gera hlé á kosningafundi hans þegar nokkrir fundargestir þurftu skyndilega á læknisaðstoð að halda. Tónlist var þá leikinn og Trump gat ekki talað við fundargesti á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun