fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2024 20:59

Guðbrandur Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 24. október.

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 

Guðbrandur segist þakklátur og stoltur að fá að leiða öflugan lista Viðreisnar í kjördæminu og að fá að vinna með öllu þessu frábæra fólki.

„Viðreisn hefur með staðfastri stefnu sinni verið að ná til fólks og við munum nýta þennan stutta tíma sem er fram að kosningum til þess að tala við kjósendur. Fólk í Suðurkjördæmi veit alveg hvað stjórnmálamenn þurfa að gera og eiga að vinna að. Nú er tækifæri til að breyta um kúrs og við í Viðreisn erum svo sannarlega reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir fólkið okkar,“ segir Guðbrandur.

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi:

  1. Guðbrandur Einarsson, alþingismaður. Reykjanesbæ
  2. Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi. Hveragerði
  3. Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi og forseti Röskvu. Flúðum
  4. Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkur. Reykjanesbæ
  5. Sigurður Steinar Ásgeirsson, lögfræðingur og skipulagsfulltrúi. Þorlákshöfn
  6. Ástrós Rut Sigurðardóttir, fyrirtækjaeigandi. Selfossi
  7. Axel Sigurðsson, gæðastjóri og matvælafræðingur. Selfossi
  8. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður. Hveragerði
  9. Bjarki Eiríksson, framkvæmdastjóri. Hellu
  10. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, grunnskólakennari. Reykjanesbæ
  11. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi. Hornafirði
  12. Ingibjörg Ýr Smáradóttir, þjónustustjóri. Reykjanesbæ
  13. Alexander Hauksson, háskólanemi. Reykjavík
  14. Ólöf Sara Garðarsdóttir, ferðafræðingur. Hvolsvelli
  15. Agnar Guðmundsson, tölvunarfræðingur. Reykjanesbæ
  16. Magnþóra Kristjánsdóttir, grunnskólakennari. Þorlákshöfn
  17. Birgir Marteinsson, lögfræðingur. Stokkseyri
  18. Þórunn Wolfram Pétursdóttir, umhverfisfræðingur PhD. Selfossi
  19. Ólafur Sigurðsson, Msc í alþjóðastjórnun og markaðssetningu. Selfossi
  20. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur. Selfossi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna